Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2022 11:03 Loftmynd af umræddu Sundlaugartúni vestur í bæ. Deilan harðnar og um helgina tóku vanstilltir sig til og rispuðu bíla íbúa við Einimel en borgaryfirvöld telja vert að stækka lóðir þar í mikilli andstöðu við vilja íbúa vestur í bæ. borgarvefsjá Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar, en tilkynnt var um spellvirkin á laugardaginn og gert ráð fyrir því að skemmdarvargarnir hafi verið á ferð aðfararnótt laugardags. Að sögn lögreglu er ætlað að skemmdir á bílunum – svokölluð „lyklun“ – tengist deilum sem staðið hafa um Sundlaugartúnið svokallað. Meirihlutinn í Reykjavík er í standandi vandræðum með ályktun sem samþykkt var hjá skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur um að leiða til lykta meinta deilu við eigendur um lóðamörk með því einfaldlega að stækka lóðirnar. Vandalismi sem grefur undan málstaðnum Teitur Atlason er einn þeirra sem telur þetta galið, að þarna sé verið að gefa íbúum við Einimel verðmætar eigur borgarbúa auk þess sem þar með sé verið að setja stórhættulegt fordæmi. Teitur sagði af sér sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og hefur skrifað greinar um málið á Vísi. Honum er hins vegar brugðið eftir atburði helgarinnar: „Það var svolítið sorglegur snúningur á málinu um sundlaugartúnið um helgina. Það voru framin skemmdarverk á bílum við Einimel hjá húsunum sem standa við Víðimýrartúnið. Þetta er óskaplega leiðinlegt og mér þykir miður að hafa mögulega kynnt undir vanstillingu heiftúðugs fólks sem þekkja ekki hvar takmörk skynseminnar liggja,“ segir Teitur í Facebook-hópi Vesturbæinga þar sem þessi mál hafa verið mjög til umræðu. Teitur Atlason er einn þeirra sem hefur mótmælt harðlega þeim fyrirætlunum borgaryfirvalda að stækka lóðir við Einimel á kostnað almannarýmis. Honum þykir leitt ef málflutningur hans hefur orðið til að ýta undir vanstillingu meðal Vesturbæinga.vísir/frosti Teitur telur þá sem þannig ganga fram síst vera að gera málstað sínum og annarra greiða með þessu ömurlega framtaki. Ímynduð deila sem borgarfulltrúar leystu Teitur greinir frá því að honum hafi verið boðið að hitta íbúana sem urðu fyrir barðinu á þessum skemmdarverkum og það hafi verið ánægjulegt í alla staði. „Mér var sýnt svæðið sem og hvar lóðirnar liggja, óskir íbúanna og hlustaði á þá sorglegu staðreynd að íbúar þessara húsa taka í arf þessa hringa-vitleysu. Ef að bréfaskipti milli íbúanna og skipulagsyfirvalda eru lesin, þá sést að enginn ágreiningur eru um eignarrétt á umræddri lóð.“ Teitur vill meina að fulltrúar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi búið til í kolli sínum ágreining sem þeir hafi svo „leyst“ með Salómonsdómi þeim að gefa íbúum við Einimel skák af borgarlandinu. Reykjavík Skipulag Lögreglumál Nágrannadeilur Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar, en tilkynnt var um spellvirkin á laugardaginn og gert ráð fyrir því að skemmdarvargarnir hafi verið á ferð aðfararnótt laugardags. Að sögn lögreglu er ætlað að skemmdir á bílunum – svokölluð „lyklun“ – tengist deilum sem staðið hafa um Sundlaugartúnið svokallað. Meirihlutinn í Reykjavík er í standandi vandræðum með ályktun sem samþykkt var hjá skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur um að leiða til lykta meinta deilu við eigendur um lóðamörk með því einfaldlega að stækka lóðirnar. Vandalismi sem grefur undan málstaðnum Teitur Atlason er einn þeirra sem telur þetta galið, að þarna sé verið að gefa íbúum við Einimel verðmætar eigur borgarbúa auk þess sem þar með sé verið að setja stórhættulegt fordæmi. Teitur sagði af sér sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og hefur skrifað greinar um málið á Vísi. Honum er hins vegar brugðið eftir atburði helgarinnar: „Það var svolítið sorglegur snúningur á málinu um sundlaugartúnið um helgina. Það voru framin skemmdarverk á bílum við Einimel hjá húsunum sem standa við Víðimýrartúnið. Þetta er óskaplega leiðinlegt og mér þykir miður að hafa mögulega kynnt undir vanstillingu heiftúðugs fólks sem þekkja ekki hvar takmörk skynseminnar liggja,“ segir Teitur í Facebook-hópi Vesturbæinga þar sem þessi mál hafa verið mjög til umræðu. Teitur Atlason er einn þeirra sem hefur mótmælt harðlega þeim fyrirætlunum borgaryfirvalda að stækka lóðir við Einimel á kostnað almannarýmis. Honum þykir leitt ef málflutningur hans hefur orðið til að ýta undir vanstillingu meðal Vesturbæinga.vísir/frosti Teitur telur þá sem þannig ganga fram síst vera að gera málstað sínum og annarra greiða með þessu ömurlega framtaki. Ímynduð deila sem borgarfulltrúar leystu Teitur greinir frá því að honum hafi verið boðið að hitta íbúana sem urðu fyrir barðinu á þessum skemmdarverkum og það hafi verið ánægjulegt í alla staði. „Mér var sýnt svæðið sem og hvar lóðirnar liggja, óskir íbúanna og hlustaði á þá sorglegu staðreynd að íbúar þessara húsa taka í arf þessa hringa-vitleysu. Ef að bréfaskipti milli íbúanna og skipulagsyfirvalda eru lesin, þá sést að enginn ágreiningur eru um eignarrétt á umræddri lóð.“ Teitur vill meina að fulltrúar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi búið til í kolli sínum ágreining sem þeir hafi svo „leyst“ með Salómonsdómi þeim að gefa íbúum við Einimel skák af borgarlandinu.
Reykjavík Skipulag Lögreglumál Nágrannadeilur Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41