Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 12:00 Birkir Bjarnason setur nú nýtt landsleikjamet í hverjum leik. Vísir/Hulda Margrét Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Birkir varð um leið fimmti elsti leikmaðurinn sem nær að skora mark fyrir A-landslið karla í fótbolta. Birkir stakk sér upp fyrir menn á listanum eins og þá Tryggva Guðmundsson, Atla Eðvaldsson, Teit Þórðarson, Heiðar Helguson og Eyjólf Sverrisson. Birkir var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í tæpt ár eða síðan að hann skoraði í 4-1 sigri á Liechtenstein í mars 2021. Birkir var 33 ára, 9 mánaða og 27 daga í leiknum á móti Finnum í Murcia á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Nú er svo komið að aðeins fjórir eldri leikmenn hafa skorað fyrir íslenska landsliðið. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Arnór Guðjohnsen og Kári Árnason. Birkir Már komst upp á milli feðganna með síðasta landsliðsmarki sínu í umræddum leik á móti Liechtenstein í mars 2021. Eiður Smári Guðjohnsen er bæði sá elsti sem hefur skorað í landsleik og í keppnisleik. Eiður Smári var 37 ára, 8 mánaða og 22 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Eiður Smári bætti met föður síns Arnórs á báðum listum þegar hann skoraði mark á móti Kasakstan árið 2015 og bætti síðan metið sitt fyrir elsta markaskorara í öllum landsleikjum þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016. Arnór Guðjohnsen hafði þá átt metið í langan tíma en hann var 36 ára, 2 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Leikurinn fór fram í október 1997 og var líka síðasti landsleikur Arnórs. Metið var á undan Arnóri í eigu Atla Eðvaldssonar sem var 33 ára, 6 mánaða og 2 daga þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt með hælspyrnu í leik á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Atli tók þá metið af Teiti Þórðarsyni sem skoraði sitt síðasta landsliðsmark á móti Spáni í undankeppni HM í júní 1985. Teitur var þá 33 ára, 4 mánaða og 29 daga. Kári Árnason komst upp í fjórða sætið þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í október 2018 en hann náði ekki að skora í síðustu tuttugu landsleikjum sínum. Það var hins vegar dæmt mark af honum í síðasta landsleiknum á móti Norður Makedóníu í september í fyrra en hefði það mark fengið að standa þá hefði Kári verið sá elsti til að skora fyrir íslenska landsliðið í leik. Það er reyndar langt í það að Birkir geti hækkað sig á listanum enda var Kári, sem er í fjórða sætinu í dag, meira en tveimur árum eldri en Birkir er í dag þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Birkir Bjarnason á ferðinni í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Alex Nicodim Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira
Birkir varð um leið fimmti elsti leikmaðurinn sem nær að skora mark fyrir A-landslið karla í fótbolta. Birkir stakk sér upp fyrir menn á listanum eins og þá Tryggva Guðmundsson, Atla Eðvaldsson, Teit Þórðarson, Heiðar Helguson og Eyjólf Sverrisson. Birkir var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í tæpt ár eða síðan að hann skoraði í 4-1 sigri á Liechtenstein í mars 2021. Birkir var 33 ára, 9 mánaða og 27 daga í leiknum á móti Finnum í Murcia á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Nú er svo komið að aðeins fjórir eldri leikmenn hafa skorað fyrir íslenska landsliðið. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Arnór Guðjohnsen og Kári Árnason. Birkir Már komst upp á milli feðganna með síðasta landsliðsmarki sínu í umræddum leik á móti Liechtenstein í mars 2021. Eiður Smári Guðjohnsen er bæði sá elsti sem hefur skorað í landsleik og í keppnisleik. Eiður Smári var 37 ára, 8 mánaða og 22 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Eiður Smári bætti met föður síns Arnórs á báðum listum þegar hann skoraði mark á móti Kasakstan árið 2015 og bætti síðan metið sitt fyrir elsta markaskorara í öllum landsleikjum þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016. Arnór Guðjohnsen hafði þá átt metið í langan tíma en hann var 36 ára, 2 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Leikurinn fór fram í október 1997 og var líka síðasti landsleikur Arnórs. Metið var á undan Arnóri í eigu Atla Eðvaldssonar sem var 33 ára, 6 mánaða og 2 daga þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt með hælspyrnu í leik á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Atli tók þá metið af Teiti Þórðarsyni sem skoraði sitt síðasta landsliðsmark á móti Spáni í undankeppni HM í júní 1985. Teitur var þá 33 ára, 4 mánaða og 29 daga. Kári Árnason komst upp í fjórða sætið þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í október 2018 en hann náði ekki að skora í síðustu tuttugu landsleikjum sínum. Það var hins vegar dæmt mark af honum í síðasta landsleiknum á móti Norður Makedóníu í september í fyrra en hefði það mark fengið að standa þá hefði Kári verið sá elsti til að skora fyrir íslenska landsliðið í leik. Það er reyndar langt í það að Birkir geti hækkað sig á listanum enda var Kári, sem er í fjórða sætinu í dag, meira en tveimur árum eldri en Birkir er í dag þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Birkir Bjarnason á ferðinni í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Alex Nicodim Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga
Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira