Vilhjálmur lofar að gera sitt besta Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 19:30 Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði í formannskjörinu en mótframbjóðandi hans fékk 60 atkvæði. Mynd/Arngrímur Örn Hallgrímsson Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess í dag með tíu atkvæða mun. Hann segir að með samstöðu félagsfólks væri því allir vegir færir í komandi kjarasamningum sem verði erfiðir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði buðu sig báðir fram til formennsku fyrir þing Starfsgreinasambandsins sem hófst á miðvikudag á Akureyri. Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar sem er lang stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins lýsti yfir eindregnum stuðningi við Vilhjálm. Þau hafa lengi átt samleið með VR sem ekki er í starfgreinasambandinu en voru samstíga við gerð lífskjarasamninganna. Af um 72 þúsnd félagsmönnum eru tæplega 30 þúsund í Eflingu og fulltrúatala félagsins á þinginu eftir því. Kosning fór fram í morgun þar sem 135 fulltrúar voru á kjörskrá og 130 greiddu atkvæði. Elín Pálsdóttir formaður verkalýðsfélags Suðurlands og varaþingforseti kynnti úrslitin skömmu fyrir hádegi. „Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði. Þórarinn Sverrisson fékk 60 atkvæði. Því lýsi ég hér Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness ....." Lengra komst Elín ekki því mikil fagnarlæti brutust út í salnum. Vilhjálmur gekk sigurglaður í ræðustól. Hann þakkaði fjölskyldu sinni þolinmæðina og formanni Eflingar og öðrum fyrir stuðninginn. „Og ég get lofað ykkur því að ég mun reyna að gera mitt allra, allra besta. Með samstöðu ykkar eru okkur allir vegir færir," sagði Vilhjálmur Birgisson strax eftir kjörið. Stéttarfélög Tengdar fréttir Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði buðu sig báðir fram til formennsku fyrir þing Starfsgreinasambandsins sem hófst á miðvikudag á Akureyri. Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar sem er lang stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins lýsti yfir eindregnum stuðningi við Vilhjálm. Þau hafa lengi átt samleið með VR sem ekki er í starfgreinasambandinu en voru samstíga við gerð lífskjarasamninganna. Af um 72 þúsnd félagsmönnum eru tæplega 30 þúsund í Eflingu og fulltrúatala félagsins á þinginu eftir því. Kosning fór fram í morgun þar sem 135 fulltrúar voru á kjörskrá og 130 greiddu atkvæði. Elín Pálsdóttir formaður verkalýðsfélags Suðurlands og varaþingforseti kynnti úrslitin skömmu fyrir hádegi. „Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði. Þórarinn Sverrisson fékk 60 atkvæði. Því lýsi ég hér Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness ....." Lengra komst Elín ekki því mikil fagnarlæti brutust út í salnum. Vilhjálmur gekk sigurglaður í ræðustól. Hann þakkaði fjölskyldu sinni þolinmæðina og formanni Eflingar og öðrum fyrir stuðninginn. „Og ég get lofað ykkur því að ég mun reyna að gera mitt allra, allra besta. Með samstöðu ykkar eru okkur allir vegir færir," sagði Vilhjálmur Birgisson strax eftir kjörið.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53
Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12
Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31