Sara snýr aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2022 13:10 Sara Björk Gunnarsdóttir er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. Sara lék sinn fyrsta leik í 372 daga þegar Lyon sigraði Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni síðasta föstudag. Hún kemur nú aftur inn í landsliðið sem hún hefur ekki leikið með síðan Ísland tryggði sér sæti á EM með 0-1 sigri á Ungverjalandi 1. desember 2020. Sara er fyrirliði landsliðsins og leikjahæst í sögu þess með 136 leiki. Elín Metta Jensen kemur einnig aftur inn í hópinn eftir nokkra fjarveru. Hún lék síðast með landsliðinu í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi í júní í fyrra. Hópur A landsliðs kvenna sem mætir Hvíta Rússlandi og Tékklandi í undankeppni EM 2022.Ísland mætir Hvíta Rússlandi í Belgrad í Serbíu 7. apríl og Tékklandi í Teplice í Tékklandi 12. apríl.Our women's squad for the two matches in the World Cup 2023 qualifying.#dottir pic.twitter.com/UPDN96sK2c— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2022 Guðný Árnadóttir snýr sömuleiðis aftur í hópinn eftir að hafa misst af SheBelieves Cup í síðasta mánuði vegna meiðsla. Karitas Tómasdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Ída Marín Hermannsdóttir detta út úr landsliðshópnum sem tók þátt á SheBelieves Cup. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad 7. apríl og Tékklandi í Teplice fimm dögum seinna. Leikirnir eru afar mikilvægir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils undankeppninnar með níu stig eftir fjóra leiki en Hollendingar í því efsta með ellefu stig eftir fimm leiki. Tékkar eru í 3. sætinu með fimm stig eftir fjóra leiki og Hvíta Rússland í því fjórða með fjögur stig eftir þrjá leiki. Kýpur rekur lestina með eitt stig. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Sara lék sinn fyrsta leik í 372 daga þegar Lyon sigraði Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni síðasta föstudag. Hún kemur nú aftur inn í landsliðið sem hún hefur ekki leikið með síðan Ísland tryggði sér sæti á EM með 0-1 sigri á Ungverjalandi 1. desember 2020. Sara er fyrirliði landsliðsins og leikjahæst í sögu þess með 136 leiki. Elín Metta Jensen kemur einnig aftur inn í hópinn eftir nokkra fjarveru. Hún lék síðast með landsliðinu í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi í júní í fyrra. Hópur A landsliðs kvenna sem mætir Hvíta Rússlandi og Tékklandi í undankeppni EM 2022.Ísland mætir Hvíta Rússlandi í Belgrad í Serbíu 7. apríl og Tékklandi í Teplice í Tékklandi 12. apríl.Our women's squad for the two matches in the World Cup 2023 qualifying.#dottir pic.twitter.com/UPDN96sK2c— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2022 Guðný Árnadóttir snýr sömuleiðis aftur í hópinn eftir að hafa misst af SheBelieves Cup í síðasta mánuði vegna meiðsla. Karitas Tómasdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Ída Marín Hermannsdóttir detta út úr landsliðshópnum sem tók þátt á SheBelieves Cup. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad 7. apríl og Tékklandi í Teplice fimm dögum seinna. Leikirnir eru afar mikilvægir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils undankeppninnar með níu stig eftir fjóra leiki en Hollendingar í því efsta með ellefu stig eftir fimm leiki. Tékkar eru í 3. sætinu með fimm stig eftir fjóra leiki og Hvíta Rússland í því fjórða með fjögur stig eftir þrjá leiki. Kýpur rekur lestina með eitt stig. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira