Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 15:18 Sævar Ciesielski var einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Vísir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sævar var í febrúar 1980 sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi og sömuleiðis fyrir rangar sakargiftir. Auk þess var hann sakfelldur fyrir önnur brot og var dæmdur í sautján ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1526 daga þar til honum var veitt reynslulausn í apríl 1984. Sævar lést árið 2011. Í febrúar 2018 úrskurðaði endurupptökunefnd að heimila endurupptöku á máli sakborninga í málunum. Það var svo í september 2018 var Sævar auk fleiri sakborninga sýknaður af ákæru að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Í framhaldi af dómnum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út yfirlýsingu, fagnaði málalyktum og bað sakborninga og aðstandendur afsökunar á því ranglæti sem þau hefðu mátt þola. Skipuð var sáttanefnd til að komast að samkomulagi um sátt við sakborninga. Börnum Sævars var boðið 44,8 milljónir króna í bætur en jafnframt upplýst að þau gætu engu að síður leitað réttar síns fyrir dómstólum. Staðfestu börnin fimm viðtöku 44,8 milljóna króna, samanlagt 224 milljóna króna. Þau Lilja og Victor ákváðu að stefna ríkinu og krefjast frekari bóta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þau kröfðust hvort fyrir sig 495 milljóna króna frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur vísaði frá kröfu systkinanna um bætur fyrir fjártjón Sævars Marínós Ciesielski en dæmdi ríkið til að greiða þeim 77 milljónir króna hvoru fyrir sig. Þá nutu þau gjafsóknar og var málflutningsþóknun Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra, upp á 3,2 milljónir króna og annar kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sævar var í febrúar 1980 sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi og sömuleiðis fyrir rangar sakargiftir. Auk þess var hann sakfelldur fyrir önnur brot og var dæmdur í sautján ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1526 daga þar til honum var veitt reynslulausn í apríl 1984. Sævar lést árið 2011. Í febrúar 2018 úrskurðaði endurupptökunefnd að heimila endurupptöku á máli sakborninga í málunum. Það var svo í september 2018 var Sævar auk fleiri sakborninga sýknaður af ákæru að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Í framhaldi af dómnum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út yfirlýsingu, fagnaði málalyktum og bað sakborninga og aðstandendur afsökunar á því ranglæti sem þau hefðu mátt þola. Skipuð var sáttanefnd til að komast að samkomulagi um sátt við sakborninga. Börnum Sævars var boðið 44,8 milljónir króna í bætur en jafnframt upplýst að þau gætu engu að síður leitað réttar síns fyrir dómstólum. Staðfestu börnin fimm viðtöku 44,8 milljóna króna, samanlagt 224 milljóna króna. Þau Lilja og Victor ákváðu að stefna ríkinu og krefjast frekari bóta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þau kröfðust hvort fyrir sig 495 milljóna króna frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur vísaði frá kröfu systkinanna um bætur fyrir fjártjón Sævars Marínós Ciesielski en dæmdi ríkið til að greiða þeim 77 milljónir króna hvoru fyrir sig. Þá nutu þau gjafsóknar og var málflutningsþóknun Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra, upp á 3,2 milljónir króna og annar kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59
Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02
Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22