Innlent

Hall­fríður leiðir lista Mið­flokksins í Grinda­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Frambjóðendur Miðflokksins í Grindavík.
Frambjóðendur Miðflokksins í Grindavík. Miðflokkurinn

Hallfríður Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi mun leiða lista Miðflokksins í Grindavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara í maí.

Í tilkynningu kemur fram að á listanum séu átta konur og sex karlmenn, blanda af reynslu og þekkingu í pólitík ásamt ferskleika.

„Það er gaman að vera fyrst í Grindavík til að tilkynna framboðslista sem lýsir kraftinum í okkar fólki. Á næstu vikum fram að kosningum munum við hefja málefnavinnu og funda með hagaðilum í Grindavík til að hlusta og heyra hvað virkilega brennur á fólkinu í bæjarfélaginu,“ segir í tilkynningunni.

Að neðan má sjá lista Miðflokksins í Grindavík:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×