„Ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2022 10:31 Eyrún hefur glím við sjúkdóminn frá unglingsaldri. Eyrún Telma Jónsdóttir er nýbúin í aðgerð þar sem legið, eggjaleiðarar og leghálsinn var fjarlægður vegna endómetríósu sem Eyrún hefur glímt við frá því að hún var unglingur. Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á hennar líf og lífsgæði, sjúkdómurinn er krónískur og sársaukafullur sem 5 til 10 prósent kvenna glíma við. Eyrún segir mikilvægt að hlustað sé á konur sem leita til lækna vegna endómetríósu og sjúkdómurinn sé oft vanmetin. Hún fékk loks almennilega greiningu 22 ára og segir hún að það hafi verið áfall og þá einna þess vegna þess að sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Eva Laufey ræddi við Eyrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var búin að hafa skrýtna tilfinningu frá því að ég var unglingur um það að ég gæti ekki eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Ég fæ greininguna og ári seinna byrjum við að reyna eignast börn því við hugsuðum að þetta þyrfti frekar að gerast fyrr en seinna,“ segir Eyrún en hún og eiginmaðurinn hennar Rúnar reyndu í þrjú ár án árangurs að eignast barn en það heppnaðist síðan þegar þau fóru í glasafrjóvgun og eignuðust þau þá tvíbura. „Ég varð alveg töluvert verri eftir fæðinguna og í raun miklu verra. Svo eftir bólusetningarnar magnaðist þetta miklu meira upp. Þetta eru rosalega mikil óþægindi í kringum kviðarsvæðið. Það er svo ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka. Ef þetta var ekki eins og brjálæðislega miklir túrverkir þá var þetta eins og hríðarverkir, eða miklir meltingarverkir eða allt stíflast upp eða þú ert á klósettinu allan daginn. Svo viku seinna koma gríðarlegir egglosverkir og maður fær eiginlega enga pásu, það koma svo fáir góðir dagar.“ Eyrún komst að hjá Endóteymi Landspítala en biðtíminn er um átta mánuðir. Hennar tilfelli var metið alvarlegt og talið líklega að hún þyrfti á aðgerð að halda. En svörin voru samt sem áður óskýr. „Mig langaði mest að komast að í aðgerð hjá Landspítalanum því það er niðurgreitt en ég bókaði samt tíma á Klíníkinni og rædd þar við Jón Ívar sem er sérfræðingur í þessum málaflokki. Ég vissi að ég þyrfti á aðgerð að halda en vissi samt líka að ég hafði ekki peninginn til þess,“ segir Eyrún en sjúkratryggingar niðurgreiða ekki aðgerðir Jóns Ívars. „Ég er svo heppin að ég á svo ótrúlega vini og fjölskyldu og þær bjuggu til styrktarhóp fyrir mig, án minnar vitundar og mættu einn daginn heim til mín með kvittun frá Klíkinni upp á 1,2 milljónir. Þetta var algjörlega ómetanlegt og yfirþyrmandi fyrir mig. Algjörlega ólýsanleg tilfinning.“ Núna eru tvær vikur frá aðgerð og finnur Eyrún gríðarlegan mun á sér. Ísland í dag Kvenheilsa Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Sjá meira
Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á hennar líf og lífsgæði, sjúkdómurinn er krónískur og sársaukafullur sem 5 til 10 prósent kvenna glíma við. Eyrún segir mikilvægt að hlustað sé á konur sem leita til lækna vegna endómetríósu og sjúkdómurinn sé oft vanmetin. Hún fékk loks almennilega greiningu 22 ára og segir hún að það hafi verið áfall og þá einna þess vegna þess að sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Eva Laufey ræddi við Eyrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var búin að hafa skrýtna tilfinningu frá því að ég var unglingur um það að ég gæti ekki eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Ég fæ greininguna og ári seinna byrjum við að reyna eignast börn því við hugsuðum að þetta þyrfti frekar að gerast fyrr en seinna,“ segir Eyrún en hún og eiginmaðurinn hennar Rúnar reyndu í þrjú ár án árangurs að eignast barn en það heppnaðist síðan þegar þau fóru í glasafrjóvgun og eignuðust þau þá tvíbura. „Ég varð alveg töluvert verri eftir fæðinguna og í raun miklu verra. Svo eftir bólusetningarnar magnaðist þetta miklu meira upp. Þetta eru rosalega mikil óþægindi í kringum kviðarsvæðið. Það er svo ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka. Ef þetta var ekki eins og brjálæðislega miklir túrverkir þá var þetta eins og hríðarverkir, eða miklir meltingarverkir eða allt stíflast upp eða þú ert á klósettinu allan daginn. Svo viku seinna koma gríðarlegir egglosverkir og maður fær eiginlega enga pásu, það koma svo fáir góðir dagar.“ Eyrún komst að hjá Endóteymi Landspítala en biðtíminn er um átta mánuðir. Hennar tilfelli var metið alvarlegt og talið líklega að hún þyrfti á aðgerð að halda. En svörin voru samt sem áður óskýr. „Mig langaði mest að komast að í aðgerð hjá Landspítalanum því það er niðurgreitt en ég bókaði samt tíma á Klíníkinni og rædd þar við Jón Ívar sem er sérfræðingur í þessum málaflokki. Ég vissi að ég þyrfti á aðgerð að halda en vissi samt líka að ég hafði ekki peninginn til þess,“ segir Eyrún en sjúkratryggingar niðurgreiða ekki aðgerðir Jóns Ívars. „Ég er svo heppin að ég á svo ótrúlega vini og fjölskyldu og þær bjuggu til styrktarhóp fyrir mig, án minnar vitundar og mættu einn daginn heim til mín með kvittun frá Klíkinni upp á 1,2 milljónir. Þetta var algjörlega ómetanlegt og yfirþyrmandi fyrir mig. Algjörlega ólýsanleg tilfinning.“ Núna eru tvær vikur frá aðgerð og finnur Eyrún gríðarlegan mun á sér.
Ísland í dag Kvenheilsa Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Sjá meira