Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2022 13:12 Hvalskurður í Hvalfirði. Til stendur að hefja hvalveiðar á ný í júní. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. Í Morgunblaðinu er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að í sumar standi til að hefja hvalveiðar í júní. Þær muni standa fram í september eftir því sem veður leyfi. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar 2019 sem heimilar veiðar á langreyði og hrefnu fram til ársins 2023. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, segir aftur á móti að fátt geti rökstutt heimild til hvalveiða í dag. Ferðaþjónustan reynir þessa dagana að ná vopnum sínum á ný eftir rúm tvö ár í heimsfaraldri þar sem ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum. Í dag fer fram aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem rýnt verður í framtíðarhorfur en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri, segir að margir þættir vinni með henni - hvalveiðar séu þó alls ekki þar á meðal. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta er oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir.“ Jóhannes segir ljóst að ferðamenn sem sæki Ísland heim leggi mikið upp úr náttúruskoðun. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og kastljósi fjölmiðla sébeint að hvalveiðum Íslendinga. „Þegar við horfum til þess að 80% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands segjast koma hingað til að skoða og upplifa náttúruna þá er augljóst að þetta hefur víðtæk áhrif.“ Jóhannes segir að hvalveiðar hafi ekki aðeins áhrif þegar komi að áhuga ferðamanna til að fara í hvalaskoðun heldur hafi veiðarnar stærri og víðtækari áhrif á Ísland sem áfangastað. „Og sem stað þar sem fólk getur komið víða úr veröldinni og upplifað náttúruna á einstakan máta þannig að það er mjög einfalt að segja að þetta fer bara einfaldlega ekki saman.“ Aðspurður hvort ferðaþjónustufyrirtækin finni með beinum hætti fyrir óánægju ferðamanna með hvalveiðar svarar Jóhannes því játandi. „Það er mjög vel þekkt í ferðaþjónustunni, hjá fyrirtækjunum og í könnunum á mörkuðum; bæði í bréfaskriftum, símhringingum og ýmsum leiðum. Þetta hefur mjög víðtæk áhrif og fyrirtækin finna beint fyrir þessu um leið og þetta kemst í umræðuna á ný.“ Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40 Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Í Morgunblaðinu er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að í sumar standi til að hefja hvalveiðar í júní. Þær muni standa fram í september eftir því sem veður leyfi. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar 2019 sem heimilar veiðar á langreyði og hrefnu fram til ársins 2023. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, segir aftur á móti að fátt geti rökstutt heimild til hvalveiða í dag. Ferðaþjónustan reynir þessa dagana að ná vopnum sínum á ný eftir rúm tvö ár í heimsfaraldri þar sem ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum. Í dag fer fram aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem rýnt verður í framtíðarhorfur en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri, segir að margir þættir vinni með henni - hvalveiðar séu þó alls ekki þar á meðal. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta er oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir.“ Jóhannes segir ljóst að ferðamenn sem sæki Ísland heim leggi mikið upp úr náttúruskoðun. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og kastljósi fjölmiðla sébeint að hvalveiðum Íslendinga. „Þegar við horfum til þess að 80% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands segjast koma hingað til að skoða og upplifa náttúruna þá er augljóst að þetta hefur víðtæk áhrif.“ Jóhannes segir að hvalveiðar hafi ekki aðeins áhrif þegar komi að áhuga ferðamanna til að fara í hvalaskoðun heldur hafi veiðarnar stærri og víðtækari áhrif á Ísland sem áfangastað. „Og sem stað þar sem fólk getur komið víða úr veröldinni og upplifað náttúruna á einstakan máta þannig að það er mjög einfalt að segja að þetta fer bara einfaldlega ekki saman.“ Aðspurður hvort ferðaþjónustufyrirtækin finni með beinum hætti fyrir óánægju ferðamanna með hvalveiðar svarar Jóhannes því játandi. „Það er mjög vel þekkt í ferðaþjónustunni, hjá fyrirtækjunum og í könnunum á mörkuðum; bæði í bréfaskriftum, símhringingum og ýmsum leiðum. Þetta hefur mjög víðtæk áhrif og fyrirtækin finna beint fyrir þessu um leið og þetta kemst í umræðuna á ný.“
Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40 Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40
Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57
Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02