Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2022 10:09 Judge Ketanji Brown Jackson í sal öldungadeildarinnar í gær. AP/Carolyn Kaster Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. Repúblikanar vörðu síðustu tveimur dögum í að gagnrýna dómsögu hennar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars var hún gagnrýnd fyrir að hafa áhyggjur af mönnum sem sitja í fangelsi í Guantánamó-flóa á Kúbu og var hún sökuð um að taka menn sem dæmdir hafa verið fyrir barnaklám vettlingatökum. Samkvæmt Washington Post einkenndist gærdagurinn af tvennu. Demókratar fóru fögrum orðum um hana og Repúblikanar sökuðu hana um að vera ekki nægilega ströng við glæpamenn og gagnrýndu hana fyrir að vera of vinstri-sinnuð varðandi málefni kynþátta í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Ted Cruz spurði Jackson um hreyfingu sem kallast Critical Race Theory á ensku og gengur út á að skoða hvernig stefnumál og lög halda upp kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum en Repúblikanar hafa farið hamförum um CRT á undanförnum mánuðum. Cruz spurði Jackson út í það að verið væri að kenna CRT í skóla eins barna hennar, þar sem hún er í stjórn skólans. Hún sagði skóla dóttur hennar ekki koma störfum hennar sem dómari við. Cruz gagnrýndi hana einnig fyrir milda dóma í málum gegn mönnum fyrir barnaklám. Hún sagðist taka mið af lögum, dómafordæmum og sögum fórnarlamba í hverju máli fyrir sig. Repúblikaninn Lindsey Graham þráspurði Jackson út í trú hennar og talaði mikið um það að vinstri sinnaðir aðilar hefðu reynt að „ganga frá“ dómara sem hann lagði til að yrði tilnefndur til Hæstaréttar. Graham spurði meðal annars hvort hún gæti dæmt kaþólikka með sanngjörnum hætti og reyndi að fá hana til að skilgreina hve trúuð hún væri. Með þessu sagðist hann vilja gagnrýna hvernig komið var fram við Amy Coney Barrett þegar Donald Trump tilnefndi hana til Hæstaréttar, þar sem hún starfar nú. Hún er kaþólikki. Graham sagði einnig að aðilar sem teldu Hæstarétt Bandaríkjanna fullan af hægri sinnuðum klikkhausum og litu á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem rusl, vildu að Jackson yrði tilnefnd til Hæstaréttar. Að öfgasinnaðir vinstri-hópar sem vilji rústa lögum Bandaríkjanna vilji að hún verði dómari og hefðu beitt sér gegn Michelle Childs, konunni sem hann hefði viljað að yrði dómari. Jackson mun aftur svara spurningum öldungadeildarþingmanna í dag. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Repúblikanar vörðu síðustu tveimur dögum í að gagnrýna dómsögu hennar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars var hún gagnrýnd fyrir að hafa áhyggjur af mönnum sem sitja í fangelsi í Guantánamó-flóa á Kúbu og var hún sökuð um að taka menn sem dæmdir hafa verið fyrir barnaklám vettlingatökum. Samkvæmt Washington Post einkenndist gærdagurinn af tvennu. Demókratar fóru fögrum orðum um hana og Repúblikanar sökuðu hana um að vera ekki nægilega ströng við glæpamenn og gagnrýndu hana fyrir að vera of vinstri-sinnuð varðandi málefni kynþátta í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Ted Cruz spurði Jackson um hreyfingu sem kallast Critical Race Theory á ensku og gengur út á að skoða hvernig stefnumál og lög halda upp kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum en Repúblikanar hafa farið hamförum um CRT á undanförnum mánuðum. Cruz spurði Jackson út í það að verið væri að kenna CRT í skóla eins barna hennar, þar sem hún er í stjórn skólans. Hún sagði skóla dóttur hennar ekki koma störfum hennar sem dómari við. Cruz gagnrýndi hana einnig fyrir milda dóma í málum gegn mönnum fyrir barnaklám. Hún sagðist taka mið af lögum, dómafordæmum og sögum fórnarlamba í hverju máli fyrir sig. Repúblikaninn Lindsey Graham þráspurði Jackson út í trú hennar og talaði mikið um það að vinstri sinnaðir aðilar hefðu reynt að „ganga frá“ dómara sem hann lagði til að yrði tilnefndur til Hæstaréttar. Graham spurði meðal annars hvort hún gæti dæmt kaþólikka með sanngjörnum hætti og reyndi að fá hana til að skilgreina hve trúuð hún væri. Með þessu sagðist hann vilja gagnrýna hvernig komið var fram við Amy Coney Barrett þegar Donald Trump tilnefndi hana til Hæstaréttar, þar sem hún starfar nú. Hún er kaþólikki. Graham sagði einnig að aðilar sem teldu Hæstarétt Bandaríkjanna fullan af hægri sinnuðum klikkhausum og litu á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem rusl, vildu að Jackson yrði tilnefnd til Hæstaréttar. Að öfgasinnaðir vinstri-hópar sem vilji rústa lögum Bandaríkjanna vilji að hún verði dómari og hefðu beitt sér gegn Michelle Childs, konunni sem hann hefði viljað að yrði dómari. Jackson mun aftur svara spurningum öldungadeildarþingmanna í dag.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira