Innlent

„Hugur minn er auð­vitað hjá að­stand­endum og fjöl­­skyldu barnsins“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur það ekki hafa verið mistök að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Ef hemja hafi átt útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins hefði þurft gríðarlega strangar takmarkanir til.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur það ekki hafa verið mistök að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Ef hemja hafi átt útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins hefði þurft gríðarlega strangar takmarkanir til. Vísir/Vilhelm

Heil­brigðis­ráð­herra segir ljóst að gera megi betur í heil­brigðis­þjónustu við lands­byggðina. Hans hugur er þessa dagana hjá að­stand­endum tveggja ára stúlku sem lést eftir bar­áttu við Co­vid fyrr í mánuðinum.

For­eldrar stúlkunnar sögðu sögu sína í kvöld­fréttum okkar síðasta sunnu­dag.

Þeir segja heil­brigðis­kerfið hafa brugðist sér og telja læknis­þjónustu sem margir á lands­byggðinni búa við ó­á­sættan­lega.

Sjálf búa þau á Þórs­höfn en þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópa­skeri í um 70 kíló­metra fjar­lægð frá heimili þeirra.

„Þetta er auð­vitað bara mikill harm­leikur og hugur minn er auð­vitað hjá að­stand­endum og fjöl­skyldu barnsins,“ segir Willum Þór Þórs­son heil­brigðis­ráð­herra.

Málið er nú á borði land­læknis sem er að hefja á því rann­sókn.

„Og á meðan er það nú svona bara venjan að tjá sig ekki frekar um slík til­vik en já, alveg örugg­lega margt sem við getum gert betur í að þjónusta lands­byggðina,“ segir Willum.

Hann segir brýnt að reyna að bæta stöðuna þar og vill ein­blína á lands­byggðina á næstunni.

„Já, alltaf. Og þetta er bara við­varandi verk­efni og við eigum auð­vitað bara að hlusta og læra og reyna að gera betur,“ segir hann.

Ekki mistök að aflétta öllu

Nú er rétt tæpur mánuður síðan öllum sam­komu­tak­mörkunum var af­létt.

Síðan þá hefur borið tals­vert á um­ræðu um and­lát vegna Co­vid-19 enda hefur þeim fjölgað gríðar­lega með til­komu ó­míkron-af­brigðisins eins og sjá má á þessu grafi:

Hér má sjá vöxtinn sem orðið hefur í andlátum vegna Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins. Embætti landlæknis

Hafa verður í huga að marg­falt fleiri hafa smitast af veirunni á sama tíma og þegar tíðni dauðs­falla er skoðuð kemur í ljós að hlut­falls­lega látast nú mun færri eftir bar­áttu við Co­vid en nokkru sinni fyrr.

Eins og sjá má voru fyrri afbrigðin margfalt alvarlegri en ómíkron þrátt fyrir færri dauðsföll í heildina. Þá smituðust nefnilega miklu færri. Embætti landlæknis

Heil­brigðis­ráð­herra sér ekki eftir að hafa af­létt öllum tak­mörkunum enda hefði þurft mikið til að hemja nýja af­brigðið.

„Þá hefði það þurft bara nánast að loka sam­fé­laginu og við vorum hér, bara að minna á það, með 10 manna sam­komu­tak­markanir en þá var út­breiðsla smita mikil,“ segir Willum.

Þannig það voru ekkert mis­tök að af­létta öllu?

„Nei, ég met það ekki. Það voru af­léttingar, við tókum þetta í skrefum. Við fórum var­legar en flestar aðrar þjóðir ég minni á það líka.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×