Innlent

Við­búnaðar­stigið á Land­spítalanum til skoðunar

Atli Ísleifsson skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Farsóttanefnd Landspítalans vinnur nú að því að skoða með hvaða hætti öruggt og skynsamlegt sé að draga úr viðbúnaði spítalans vegna Covid-19.

Landspítalinn er hefur verið á neyðarstigi frá því skömmu fyrir áramót, en stefnt er að því að áætlun liggi fyrir öðru hvoru megin við helgina.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Þar segir ennfremur að 72 sjúklingar séu nú inniliggjandi með COVID-19 á Landspítala. 

„64 eru í einangrun með virkt smit. Á gjörgæslu eru 4 sjúklingar, einn þeirra í öndunarvél og 3 í einangrun, 6 börn eru inniliggjandi.

Í gær bættust 14 manns í hópinn og jafnmargir fóru úr honum. Á COVID deildum bíða margir sjúklingar sem lokið hafa einangrun flutnings í önnur úrræði,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Covid-smituðum á Landspítalanum fækkar

Covid-smituðum á Landspítala fer fækkandi en sjötíu og tveir eru nú inniliggjandi með veiruna, þar af eru fjórir á gjörgæslu og einn í öndunarvél.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×