Innlent

Getur loksins keypt hvítan Monster í mötu­neyti Al­þingis

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gísli hefur barist fyrir því, í tvær vikur, að fá hvítan Monster í mötuneyti Alþingis.
Gísli hefur barist fyrir því, í tvær vikur, að fá hvítan Monster í mötuneyti Alþingis. Vísir

Orkudrykkurinn Monster Ultra Energy White, oftast kallaður hvítur Monster í daglegu tali, er nú fáanlegur í mötuneyti Alþingis. 

Píratinn Gísli Rafn Ólafsson sendi forsætisnefnd Alþingis formlegt erindi fyrir tveimur vikum síðan þar sem hann óskaði eftir því að orkudrykkurinn vinsæli yrði gerður aðgengilegur í mötuneyti þingsins. 

Gísli skrifaði í erindinu að þingfundir væru oft langir og Alþingismenn þyrftu reglulega að halda einbeitingu þegar þeir hlýddu á misinnihaldsríkar ræður þingmanna á mislöngum þingfundum. 

Uppátækið vakti mikla eftirtek á Twitter þegar erindið var sent og gerðu margir grín að því. 

Gísli Rafn hefur nú greint frá því í tísti að fyrsta málið hans hafi náð gegn á Alþingi en gerir þó nokkuð grín að sjálfum sér með notkun gæsalappa og myllumerkis í tístinu. 

„Fyrsta „málið“ mitt sem „nær í gegn“ á Alþingi #storumalin,“ skrifar Gísli Rafn.  



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×