„Gæti ekki gerst á verri tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 13:00 Elías Rafn Ólafsson missir af landsleikjunum við Finnland á laugardaginn og Spán í næstu viku en nær mögulega að spila í Þjóðadeildinni í júní. Getty/Alex Nicodim Elías Rafn Ólafsson fékk slæmar fréttir í gærkvöld þegar í ljós kom að hann hefði handleggsbrotnað. Um er að ræða fyrstu alvarlegu meiðslin hjá þessum 22 ára landsliðsmarkverði í fótbolta. Segja má að upphaf atvinnumannsferils Elíasar, síðustu misseri, hafi verið draumi líkast en síðasta vika líkari martröð. Hann vann sér í fyrra inn stöðu sem aðalmarkvörður eins besta liðs Skandinavíu, Midtjylland í Danmörku, og sló þannig út danska HM-farann Jonas Lössl sem á endanum var lánaður til Brentford í Englandi. Elías vann sig sömuleiðis inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust og hefði sjálfsagt verið að fara að mæta stórliði Spánar í næstu viku en nú verður ekkert af því. „Ég fékk bara högg á framhandlegginn og hann brotnaði,“ segir Elías sem meiddist í 1-0 sigri Midtjylland gegn Silkeborg í gær. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 „Þetta var 50/50 stungusending, ég kom út í boltann og hann [Nicolai Vallys, leikmaður Silkeborg] var svolítið seinn að hoppa og fór af fullum krafti í handlegginn á mér með fætinum. Þetta var helvíti vont þarna á þessu augnabliki, og eftir á líka,“ segir Elías sem komst svo að því um kvöldið að um handleggsbrot væri að ræða. „Var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta“ Síðustu dagar hafa verið Elíasi erfiðir því meiðslin bætast ofan á vonbrigðin yfir sjaldséðum en skrautlegum mistökum sem Elías gerði á lokamínútu toppslagsins við FC Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, sem urðu til þess að FCK vann 1-0 og náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta gerist bara í fótboltanum. Það gera allir mistök. Auðvitað var það svekkjandi, og enn frekar vegna þess hvaða leikur þetta var og að þetta var á síðustu sekúndunni. Ég var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta. Þetta er bara pirrandi og leiðinlegt,“ segir Elías. Mögulega með í Þjóðadeildinni Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar, áður en endurhæfing hefst, og missir því af restinni af tímabilinu í Danmörku: „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Núna er bara úrslitakeppnin eftir hjá okkur, og svo er auðvitað mjög svekkjandi líka að missa af þessum landsleikjum. En maður þarf bara að lifa með þessu. Það er ekkert við þessu að gera. Það má segja að þetta séu fyrstu alvöru meiðslin. Það hefur komið upp eitthvað lítið inn á milli en ekkert svona alvarlegt. Það er samt gott að þetta eru þannig meiðsli að það er alveg ákveðinn tímarammi varðandi það hvenær maður kemur til baka,“ segir Elías sem mögulega verður klár í slaginn í júní, með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni: „Vonandi. Það er alls ekki útilokað.“ Danski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31 Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Segja má að upphaf atvinnumannsferils Elíasar, síðustu misseri, hafi verið draumi líkast en síðasta vika líkari martröð. Hann vann sér í fyrra inn stöðu sem aðalmarkvörður eins besta liðs Skandinavíu, Midtjylland í Danmörku, og sló þannig út danska HM-farann Jonas Lössl sem á endanum var lánaður til Brentford í Englandi. Elías vann sig sömuleiðis inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust og hefði sjálfsagt verið að fara að mæta stórliði Spánar í næstu viku en nú verður ekkert af því. „Ég fékk bara högg á framhandlegginn og hann brotnaði,“ segir Elías sem meiddist í 1-0 sigri Midtjylland gegn Silkeborg í gær. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 „Þetta var 50/50 stungusending, ég kom út í boltann og hann [Nicolai Vallys, leikmaður Silkeborg] var svolítið seinn að hoppa og fór af fullum krafti í handlegginn á mér með fætinum. Þetta var helvíti vont þarna á þessu augnabliki, og eftir á líka,“ segir Elías sem komst svo að því um kvöldið að um handleggsbrot væri að ræða. „Var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta“ Síðustu dagar hafa verið Elíasi erfiðir því meiðslin bætast ofan á vonbrigðin yfir sjaldséðum en skrautlegum mistökum sem Elías gerði á lokamínútu toppslagsins við FC Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, sem urðu til þess að FCK vann 1-0 og náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta gerist bara í fótboltanum. Það gera allir mistök. Auðvitað var það svekkjandi, og enn frekar vegna þess hvaða leikur þetta var og að þetta var á síðustu sekúndunni. Ég var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta. Þetta er bara pirrandi og leiðinlegt,“ segir Elías. Mögulega með í Þjóðadeildinni Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar, áður en endurhæfing hefst, og missir því af restinni af tímabilinu í Danmörku: „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Núna er bara úrslitakeppnin eftir hjá okkur, og svo er auðvitað mjög svekkjandi líka að missa af þessum landsleikjum. En maður þarf bara að lifa með þessu. Það er ekkert við þessu að gera. Það má segja að þetta séu fyrstu alvöru meiðslin. Það hefur komið upp eitthvað lítið inn á milli en ekkert svona alvarlegt. Það er samt gott að þetta eru þannig meiðsli að það er alveg ákveðinn tímarammi varðandi það hvenær maður kemur til baka,“ segir Elías sem mögulega verður klár í slaginn í júní, með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni: „Vonandi. Það er alls ekki útilokað.“
Danski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31 Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31
Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti