Innlent

Thelma Dögg leiðir VG í Borgarbyggð

Samúel Karl Ólason skrifar
Frambjóðendur VG í Borgarbyggð.
Frambjóðendur VG í Borgarbyggð.

Meðlimir Vinstri grænna í Borgarbyggðu samþykktu í dag framboðslista flokksins þar á félagsfundi í dag. Listinn er leiddur af Thelmu Harðardóttur, sem er 26 ára verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi.

Samkvæmt tilkynningu er Thelma ný í pólitík en hefur tekið forystu í núattúruverndarbaráttu í sinni heimasveit. Hún er frá Skarðshömrum í Norðurárdal.

Brynja Þorsteinsdóttir er í öðru sæti. Hún er leiðbeinandi á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi og hefur verið varamaður í sveitarstjórn Borgarbyggðar undanfarin þrjú ár ásamt því að hafa setið í fjölda nefnda og ráða á vegum VG í Borgarbyggð, samkvæmt áðurnefndri tilkynningu. Brynja býr í Borgarnesi.

Friðrik Aspelund, skógfræðingur og leiðsögumaður, er í 3. sæti. Friðrik hefur verið virkur í starfi Vinstri grænna og sveitarstjórnarmálum í Borgarbyggð um árabil. Friðrik býr á Hvanneyri.

  1. Thelma Dögg Harðardóttir, 26 ára, Verkefnastjóri, Skarðshömrum, Norðurárdal
  2. Brynja Þorsteinsdóttir, 42 ára, Leiðbeinandi á leikskóla, Borgarnesi
  3. Friðrik Aspelund, 59 ára, Skógfræðingur og leiðsögumaður, Hvanneyri
  4. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, 49 ára, Grunnskólakennari, Borgarnesi
  5. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, 27 ára, Doktorsnemi, Brekku 2, Norðurárdal
  6. Lárus Elíasson, 62 ára, Verkfræðingur og skógarbóndi, Rauðsgili, Hálsasveit
  7. Ísfold Rán Grétarsdóttir, 28 ára, Háskólanemi, Borgarnesi
  8. Helgi Eyleifur Þorvaldsson, 33 ára, Brautarstjóri og aðjúnkt, Lyngholti, Reykholtsdal
  9. Rakel Bryndís Gísladóttir, 32 ára, Sjúkraliði, Borgarnesi
  10. Guðmundur Freyr Kristbergsson, 33 ára, Ferðaþjónustubóndi, Háafelli, Hvítársíðu
  11. Guðrún Hildur Þórðardóttir, 64 ára, Verkakona, Furugrund, Kleppjárnsreykjum
  12. Kristberg Jónsson, 64 ára, Starfsmaður Borgarbyggðar, Litla-Holti, Stafholtstungum
  13. Jónína Svavarsdóttir, 37 ára, Umsjónamaður tilrauna við Jarðræktarmiðstöð LbhÍ, Hvanneyri
  14. Ása Erlingsdóttir, 51 árs, Grunnskólakennari, Laufskálum 2, Stafholtstungum
  15. Flemming Jessen, 76 ára, Eldri borgari, Hvanneyri
  16. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, 41 árs, Kennslustjóri, Hallveigartröð 7, Reykholti
  17. Guðbrandur Brynjúlfsson, 73 ára, Bóndi, Brúarlandi 2, Mýrum
  18. Ingibjörg Daníelsdóttir, 67 ára, Bóndi og kennari á eftirlaunum, Fróðastöðum, Hvítársíða


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×