Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 22:16 Agnes biskup segir að kirkjan sé með opinn faðminn fyrir flóttafólki. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. Þetta kom fram í máli Agnesar M. Sigurðardóttir biskups í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rætt var við hana á Fosshótel Rauðarárstíg, þar sem tekið er á móti úkraínsku flóttafólki. „Kirkjan vill láta vita af því að við erum með opinn faðminn fyrir fólki frá Úkraínu eins og annað fólk hér á Íslandi, og mig langar til að segja þeim það. Ég hef nú þegar sent út til presta bæði leiðbeiningar og eitthvað um þessi mál, bænir og fleira. Þá hef ég verið að vísa til þess ástands sem er nú í Úkraínu. Við biðjum fyrir fólkinu og það er gaman að segja frá því að Úkraína hefur gefið okkur í íslensku kirkjunni miskunnarbæn sem við syngjum í kirkjunum og höfum gert mikið núna, í tvær þrjár vikur,“ sagði Agnes. Þá sagði hún mikilvægt að fólk fyndi að það væri velkomið. „Mér finnst líka nauðsynlegt að tala ekki um, heldur við, fólkið. Mig langaði til þess að segja þeim sjálfum hvað við höfum verið að undirbúa í kirkjunni og gera í kirkjunni og að kirkjan væri með opinn faðminn til að taka á móti þeim eins og öðrum“ Kirkjan hafi mikla reynslu af vinnu með flóttafólki, og sé meðal annars með alþjóðlegan söfnuð í Breiðholtskirkju í Reykjavík. „Við höfum nokkra reynslu af því að vinna með fólki sem hefur komið erlendis frá sem flóttafólk. Þannig að við viljum deila þeirri reynslu með þessu fólki sem við erum að taka á móti núna.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. 18. mars 2022 19:52 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Þetta kom fram í máli Agnesar M. Sigurðardóttir biskups í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rætt var við hana á Fosshótel Rauðarárstíg, þar sem tekið er á móti úkraínsku flóttafólki. „Kirkjan vill láta vita af því að við erum með opinn faðminn fyrir fólki frá Úkraínu eins og annað fólk hér á Íslandi, og mig langar til að segja þeim það. Ég hef nú þegar sent út til presta bæði leiðbeiningar og eitthvað um þessi mál, bænir og fleira. Þá hef ég verið að vísa til þess ástands sem er nú í Úkraínu. Við biðjum fyrir fólkinu og það er gaman að segja frá því að Úkraína hefur gefið okkur í íslensku kirkjunni miskunnarbæn sem við syngjum í kirkjunum og höfum gert mikið núna, í tvær þrjár vikur,“ sagði Agnes. Þá sagði hún mikilvægt að fólk fyndi að það væri velkomið. „Mér finnst líka nauðsynlegt að tala ekki um, heldur við, fólkið. Mig langaði til þess að segja þeim sjálfum hvað við höfum verið að undirbúa í kirkjunni og gera í kirkjunni og að kirkjan væri með opinn faðminn til að taka á móti þeim eins og öðrum“ Kirkjan hafi mikla reynslu af vinnu með flóttafólki, og sé meðal annars með alþjóðlegan söfnuð í Breiðholtskirkju í Reykjavík. „Við höfum nokkra reynslu af því að vinna með fólki sem hefur komið erlendis frá sem flóttafólk. Þannig að við viljum deila þeirri reynslu með þessu fólki sem við erum að taka á móti núna.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. 18. mars 2022 19:52 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45
Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. 18. mars 2022 19:52