Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:30 Núverandi meirihlutaflokkar gætu endurnýjað samstarf sitt að loknum kosningum í maí samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Fylgi þeirra innbyrðis er þó á töluverðri hreyfingu. Vísir/Vilhelm Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og myndi tapa tveimur borgarfulltrúum. Prófkjör flokksins sem hófst í dag og lýkur á morgun gæti hugsanlega breytt stöðunni. Fylgi flokkanna sem mynda núverandi meirihluta er á töluverðu flakki. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22 prósent atkvæða en var með 30,8 prósent í kosningunum 2018. Samfylkingin tapar líka töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 19,9 prósent, Viðreisn fengi 8,6 en Píratar myndu tvöfalda fylgi sitt frá kosningum með 16,5 prósent. Vísir/Ragnar Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og árið 2018 með 5,8 prósent, Miðflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og fengi 3,3 prósent og Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt með 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með tæp sex prósent en Framsóknarflokkurinn tekur sannkallað hástökk og þrefaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum í tæp tíu prósent. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hvor um sig tapa tveimur borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en Samfylkingin fimm. Viðreisn héldi sínum tveimur en Píratar myndu bæta við sig tveimur og fá fjóra fulltrúa. Vísir/Ragnar Sósíalistar héldu sínum eina manni, Miðflokkurinn missti sinn eina en Vinstri græn bættu sig einum borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar tvo fulltrúa en fékk engan kjörinn fyrir fjórum árum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndu núverandi meirihlutaflokkar samanlagt bæta við sig einum borgarfulltrúa og minnihlutinn þar af leiðandi tapa einum. Litlu munar að þriðji maður Framsóknar eða fyrsti maður Miðflokksins taki sjötta manninn af Sjálfstæðisflokknum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og myndi tapa tveimur borgarfulltrúum. Prófkjör flokksins sem hófst í dag og lýkur á morgun gæti hugsanlega breytt stöðunni. Fylgi flokkanna sem mynda núverandi meirihluta er á töluverðu flakki. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22 prósent atkvæða en var með 30,8 prósent í kosningunum 2018. Samfylkingin tapar líka töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 19,9 prósent, Viðreisn fengi 8,6 en Píratar myndu tvöfalda fylgi sitt frá kosningum með 16,5 prósent. Vísir/Ragnar Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og árið 2018 með 5,8 prósent, Miðflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og fengi 3,3 prósent og Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt með 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með tæp sex prósent en Framsóknarflokkurinn tekur sannkallað hástökk og þrefaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum í tæp tíu prósent. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hvor um sig tapa tveimur borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en Samfylkingin fimm. Viðreisn héldi sínum tveimur en Píratar myndu bæta við sig tveimur og fá fjóra fulltrúa. Vísir/Ragnar Sósíalistar héldu sínum eina manni, Miðflokkurinn missti sinn eina en Vinstri græn bættu sig einum borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar tvo fulltrúa en fékk engan kjörinn fyrir fjórum árum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndu núverandi meirihlutaflokkar samanlagt bæta við sig einum borgarfulltrúa og minnihlutinn þar af leiðandi tapa einum. Litlu munar að þriðji maður Framsóknar eða fyrsti maður Miðflokksins taki sjötta manninn af Sjálfstæðisflokknum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira