Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:30 Núverandi meirihlutaflokkar gætu endurnýjað samstarf sitt að loknum kosningum í maí samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Fylgi þeirra innbyrðis er þó á töluverðri hreyfingu. Vísir/Vilhelm Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og myndi tapa tveimur borgarfulltrúum. Prófkjör flokksins sem hófst í dag og lýkur á morgun gæti hugsanlega breytt stöðunni. Fylgi flokkanna sem mynda núverandi meirihluta er á töluverðu flakki. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22 prósent atkvæða en var með 30,8 prósent í kosningunum 2018. Samfylkingin tapar líka töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 19,9 prósent, Viðreisn fengi 8,6 en Píratar myndu tvöfalda fylgi sitt frá kosningum með 16,5 prósent. Vísir/Ragnar Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og árið 2018 með 5,8 prósent, Miðflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og fengi 3,3 prósent og Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt með 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með tæp sex prósent en Framsóknarflokkurinn tekur sannkallað hástökk og þrefaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum í tæp tíu prósent. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hvor um sig tapa tveimur borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en Samfylkingin fimm. Viðreisn héldi sínum tveimur en Píratar myndu bæta við sig tveimur og fá fjóra fulltrúa. Vísir/Ragnar Sósíalistar héldu sínum eina manni, Miðflokkurinn missti sinn eina en Vinstri græn bættu sig einum borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar tvo fulltrúa en fékk engan kjörinn fyrir fjórum árum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndu núverandi meirihlutaflokkar samanlagt bæta við sig einum borgarfulltrúa og minnihlutinn þar af leiðandi tapa einum. Litlu munar að þriðji maður Framsóknar eða fyrsti maður Miðflokksins taki sjötta manninn af Sjálfstæðisflokknum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og myndi tapa tveimur borgarfulltrúum. Prófkjör flokksins sem hófst í dag og lýkur á morgun gæti hugsanlega breytt stöðunni. Fylgi flokkanna sem mynda núverandi meirihluta er á töluverðu flakki. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22 prósent atkvæða en var með 30,8 prósent í kosningunum 2018. Samfylkingin tapar líka töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 19,9 prósent, Viðreisn fengi 8,6 en Píratar myndu tvöfalda fylgi sitt frá kosningum með 16,5 prósent. Vísir/Ragnar Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og árið 2018 með 5,8 prósent, Miðflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og fengi 3,3 prósent og Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt með 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með tæp sex prósent en Framsóknarflokkurinn tekur sannkallað hástökk og þrefaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum í tæp tíu prósent. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hvor um sig tapa tveimur borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en Samfylkingin fimm. Viðreisn héldi sínum tveimur en Píratar myndu bæta við sig tveimur og fá fjóra fulltrúa. Vísir/Ragnar Sósíalistar héldu sínum eina manni, Miðflokkurinn missti sinn eina en Vinstri græn bættu sig einum borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar tvo fulltrúa en fékk engan kjörinn fyrir fjórum árum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndu núverandi meirihlutaflokkar samanlagt bæta við sig einum borgarfulltrúa og minnihlutinn þar af leiðandi tapa einum. Litlu munar að þriðji maður Framsóknar eða fyrsti maður Miðflokksins taki sjötta manninn af Sjálfstæðisflokknum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira