Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:30 Núverandi meirihlutaflokkar gætu endurnýjað samstarf sitt að loknum kosningum í maí samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Fylgi þeirra innbyrðis er þó á töluverðri hreyfingu. Vísir/Vilhelm Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og myndi tapa tveimur borgarfulltrúum. Prófkjör flokksins sem hófst í dag og lýkur á morgun gæti hugsanlega breytt stöðunni. Fylgi flokkanna sem mynda núverandi meirihluta er á töluverðu flakki. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22 prósent atkvæða en var með 30,8 prósent í kosningunum 2018. Samfylkingin tapar líka töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 19,9 prósent, Viðreisn fengi 8,6 en Píratar myndu tvöfalda fylgi sitt frá kosningum með 16,5 prósent. Vísir/Ragnar Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og árið 2018 með 5,8 prósent, Miðflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og fengi 3,3 prósent og Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt með 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með tæp sex prósent en Framsóknarflokkurinn tekur sannkallað hástökk og þrefaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum í tæp tíu prósent. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hvor um sig tapa tveimur borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en Samfylkingin fimm. Viðreisn héldi sínum tveimur en Píratar myndu bæta við sig tveimur og fá fjóra fulltrúa. Vísir/Ragnar Sósíalistar héldu sínum eina manni, Miðflokkurinn missti sinn eina en Vinstri græn bættu sig einum borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar tvo fulltrúa en fékk engan kjörinn fyrir fjórum árum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndu núverandi meirihlutaflokkar samanlagt bæta við sig einum borgarfulltrúa og minnihlutinn þar af leiðandi tapa einum. Litlu munar að þriðji maður Framsóknar eða fyrsti maður Miðflokksins taki sjötta manninn af Sjálfstæðisflokknum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og myndi tapa tveimur borgarfulltrúum. Prófkjör flokksins sem hófst í dag og lýkur á morgun gæti hugsanlega breytt stöðunni. Fylgi flokkanna sem mynda núverandi meirihluta er á töluverðu flakki. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22 prósent atkvæða en var með 30,8 prósent í kosningunum 2018. Samfylkingin tapar líka töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 19,9 prósent, Viðreisn fengi 8,6 en Píratar myndu tvöfalda fylgi sitt frá kosningum með 16,5 prósent. Vísir/Ragnar Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og árið 2018 með 5,8 prósent, Miðflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og fengi 3,3 prósent og Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt með 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með tæp sex prósent en Framsóknarflokkurinn tekur sannkallað hástökk og þrefaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum í tæp tíu prósent. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hvor um sig tapa tveimur borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en Samfylkingin fimm. Viðreisn héldi sínum tveimur en Píratar myndu bæta við sig tveimur og fá fjóra fulltrúa. Vísir/Ragnar Sósíalistar héldu sínum eina manni, Miðflokkurinn missti sinn eina en Vinstri græn bættu sig einum borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar tvo fulltrúa en fékk engan kjörinn fyrir fjórum árum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndu núverandi meirihlutaflokkar samanlagt bæta við sig einum borgarfulltrúa og minnihlutinn þar af leiðandi tapa einum. Litlu munar að þriðji maður Framsóknar eða fyrsti maður Miðflokksins taki sjötta manninn af Sjálfstæðisflokknum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira