Ellefu ára fjárfestir: „Ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig“ Elísabet Hanna skrifar 18. mars 2022 14:31 Arnaldur Kjárr Arnþórsson á framtíðina fyrir sér í viðskiptalífinu. Skjáskot Arnaldur Kjárr Arnþórsson er ellefu ára fjárfestir í stórfyrirtækjum sem byrjaði í viðskiptum aðeins sjö ára gamall en hann er meðal annars að safna sér fyrir íbúð í framtíðinni. Einnig fjárfesti Arnaldur í smá landi í Skotlandi sem að hans sögn gefur honum titilinn lávarður. Byrjaði í bransanum sjö ára Hann byrjaði sjö ára að selja sælgæti í hverfinu sínu því hann langaði í vasapeninga og fékk fljótt hagnað sem hann safnaði og hefur svo síðustu ár fjárfest og aukið fjármuni sína á ótrúlegan hátt. „Sumum fannst þetta mjög flott, það voru líka sumir sem sögðu að þau styrktu bara íþróttafélög en já þetta gekk samt vel.“ Sagði Arnaldur um upphafið á sælgætisferlinum þar sem hann labbaði á milli húsa að selja góðgæti. Hann segist hafa sagt fólki sem spurði að hann væri ekki að safna fyrir félag heldur fyrir sjálfan sig í framtíðinni til að geta keypt íbúð. Í dag hefur hann nýtt hagnaðinn meðal annars í að fjárfesta í stórfyrirtækjum á borð við Google, Netflix, Tesla og fleiri risa fyrirtækjum. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Ólafsdóttir (@beddarinn) Langar stundum í nammið en vill ekki svíkja sig Eins og aðrir frumkvöðlar þurfti Arnaldur fjárfesti í sælgætisstarfsemina til að koma henni í gang og var það pabbi hans sem tók áhættuna með frumkvöðlinum. Aðspurður hvort að honum finnist aldrei freistandi að borða allt nammið sem hann er að selja segir Arnaldur: „Mig hefur oft langað til að gera það, eins og þegar ég fæ mikinn bónus þá langar mig oft til að gera það en ég veit að ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig.“ Arnaldur er lávarður Þegar Arnaldur var að horfa á Youtube myndband fékk hann innblástur til þess að kaupa smá skoskt land og sendi á foreldra sína að það ætlaði hann að gera og fjárfesti í landinu fyrir nafnbótina sem því fylgir. Elísabet Ólafsdóttir mamma hans segir hann strax hafa sent eftirfarandi skilaboð á fjölskylduspjallið eftir þáttinn: „Ég á pening, ég vil kaupa þetta, you shall call me lord.“ Ungi viðskipta mógullinn ræddi við Völu Matt í Ísland í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan þar sem hann fer meðal annars yfir markaðinn með Völu. Ísland í dag Krakkar Tengdar fréttir „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Byrjaði í bransanum sjö ára Hann byrjaði sjö ára að selja sælgæti í hverfinu sínu því hann langaði í vasapeninga og fékk fljótt hagnað sem hann safnaði og hefur svo síðustu ár fjárfest og aukið fjármuni sína á ótrúlegan hátt. „Sumum fannst þetta mjög flott, það voru líka sumir sem sögðu að þau styrktu bara íþróttafélög en já þetta gekk samt vel.“ Sagði Arnaldur um upphafið á sælgætisferlinum þar sem hann labbaði á milli húsa að selja góðgæti. Hann segist hafa sagt fólki sem spurði að hann væri ekki að safna fyrir félag heldur fyrir sjálfan sig í framtíðinni til að geta keypt íbúð. Í dag hefur hann nýtt hagnaðinn meðal annars í að fjárfesta í stórfyrirtækjum á borð við Google, Netflix, Tesla og fleiri risa fyrirtækjum. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Ólafsdóttir (@beddarinn) Langar stundum í nammið en vill ekki svíkja sig Eins og aðrir frumkvöðlar þurfti Arnaldur fjárfesti í sælgætisstarfsemina til að koma henni í gang og var það pabbi hans sem tók áhættuna með frumkvöðlinum. Aðspurður hvort að honum finnist aldrei freistandi að borða allt nammið sem hann er að selja segir Arnaldur: „Mig hefur oft langað til að gera það, eins og þegar ég fæ mikinn bónus þá langar mig oft til að gera það en ég veit að ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig.“ Arnaldur er lávarður Þegar Arnaldur var að horfa á Youtube myndband fékk hann innblástur til þess að kaupa smá skoskt land og sendi á foreldra sína að það ætlaði hann að gera og fjárfesti í landinu fyrir nafnbótina sem því fylgir. Elísabet Ólafsdóttir mamma hans segir hann strax hafa sent eftirfarandi skilaboð á fjölskylduspjallið eftir þáttinn: „Ég á pening, ég vil kaupa þetta, you shall call me lord.“ Ungi viðskipta mógullinn ræddi við Völu Matt í Ísland í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan þar sem hann fer meðal annars yfir markaðinn með Völu.
Ísland í dag Krakkar Tengdar fréttir „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein