Ellefu ára fjárfestir: „Ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig“ Elísabet Hanna skrifar 18. mars 2022 14:31 Arnaldur Kjárr Arnþórsson á framtíðina fyrir sér í viðskiptalífinu. Skjáskot Arnaldur Kjárr Arnþórsson er ellefu ára fjárfestir í stórfyrirtækjum sem byrjaði í viðskiptum aðeins sjö ára gamall en hann er meðal annars að safna sér fyrir íbúð í framtíðinni. Einnig fjárfesti Arnaldur í smá landi í Skotlandi sem að hans sögn gefur honum titilinn lávarður. Byrjaði í bransanum sjö ára Hann byrjaði sjö ára að selja sælgæti í hverfinu sínu því hann langaði í vasapeninga og fékk fljótt hagnað sem hann safnaði og hefur svo síðustu ár fjárfest og aukið fjármuni sína á ótrúlegan hátt. „Sumum fannst þetta mjög flott, það voru líka sumir sem sögðu að þau styrktu bara íþróttafélög en já þetta gekk samt vel.“ Sagði Arnaldur um upphafið á sælgætisferlinum þar sem hann labbaði á milli húsa að selja góðgæti. Hann segist hafa sagt fólki sem spurði að hann væri ekki að safna fyrir félag heldur fyrir sjálfan sig í framtíðinni til að geta keypt íbúð. Í dag hefur hann nýtt hagnaðinn meðal annars í að fjárfesta í stórfyrirtækjum á borð við Google, Netflix, Tesla og fleiri risa fyrirtækjum. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Ólafsdóttir (@beddarinn) Langar stundum í nammið en vill ekki svíkja sig Eins og aðrir frumkvöðlar þurfti Arnaldur fjárfesti í sælgætisstarfsemina til að koma henni í gang og var það pabbi hans sem tók áhættuna með frumkvöðlinum. Aðspurður hvort að honum finnist aldrei freistandi að borða allt nammið sem hann er að selja segir Arnaldur: „Mig hefur oft langað til að gera það, eins og þegar ég fæ mikinn bónus þá langar mig oft til að gera það en ég veit að ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig.“ Arnaldur er lávarður Þegar Arnaldur var að horfa á Youtube myndband fékk hann innblástur til þess að kaupa smá skoskt land og sendi á foreldra sína að það ætlaði hann að gera og fjárfesti í landinu fyrir nafnbótina sem því fylgir. Elísabet Ólafsdóttir mamma hans segir hann strax hafa sent eftirfarandi skilaboð á fjölskylduspjallið eftir þáttinn: „Ég á pening, ég vil kaupa þetta, you shall call me lord.“ Ungi viðskipta mógullinn ræddi við Völu Matt í Ísland í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan þar sem hann fer meðal annars yfir markaðinn með Völu. Ísland í dag Krakkar Tengdar fréttir „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Byrjaði í bransanum sjö ára Hann byrjaði sjö ára að selja sælgæti í hverfinu sínu því hann langaði í vasapeninga og fékk fljótt hagnað sem hann safnaði og hefur svo síðustu ár fjárfest og aukið fjármuni sína á ótrúlegan hátt. „Sumum fannst þetta mjög flott, það voru líka sumir sem sögðu að þau styrktu bara íþróttafélög en já þetta gekk samt vel.“ Sagði Arnaldur um upphafið á sælgætisferlinum þar sem hann labbaði á milli húsa að selja góðgæti. Hann segist hafa sagt fólki sem spurði að hann væri ekki að safna fyrir félag heldur fyrir sjálfan sig í framtíðinni til að geta keypt íbúð. Í dag hefur hann nýtt hagnaðinn meðal annars í að fjárfesta í stórfyrirtækjum á borð við Google, Netflix, Tesla og fleiri risa fyrirtækjum. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Ólafsdóttir (@beddarinn) Langar stundum í nammið en vill ekki svíkja sig Eins og aðrir frumkvöðlar þurfti Arnaldur fjárfesti í sælgætisstarfsemina til að koma henni í gang og var það pabbi hans sem tók áhættuna með frumkvöðlinum. Aðspurður hvort að honum finnist aldrei freistandi að borða allt nammið sem hann er að selja segir Arnaldur: „Mig hefur oft langað til að gera það, eins og þegar ég fæ mikinn bónus þá langar mig oft til að gera það en ég veit að ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig.“ Arnaldur er lávarður Þegar Arnaldur var að horfa á Youtube myndband fékk hann innblástur til þess að kaupa smá skoskt land og sendi á foreldra sína að það ætlaði hann að gera og fjárfesti í landinu fyrir nafnbótina sem því fylgir. Elísabet Ólafsdóttir mamma hans segir hann strax hafa sent eftirfarandi skilaboð á fjölskylduspjallið eftir þáttinn: „Ég á pening, ég vil kaupa þetta, you shall call me lord.“ Ungi viðskipta mógullinn ræddi við Völu Matt í Ísland í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan þar sem hann fer meðal annars yfir markaðinn með Völu.
Ísland í dag Krakkar Tengdar fréttir „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31