Innlent

Kynna lista Framsóknar í Suðurnesjabæ

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Listi Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ var samþykktur í kvöld.
Listi Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ var samþykktur í kvöld. Framsóknarflokkurinn

Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ var samþykktur á félagsfundi í kvöld.

Anton Guðmundsson, matreiðslumeistari og formaður Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar, leiðir lista flokksins og Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði skipar annað sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsóknarflokknum.

Þar segir að mikill hugur sé í hópnum, enda sé sveitarfélagið ört stækkandi, sem kalli á uppbyggingu innviða þess. 

Listi Framsóknar í Suðurnesjabæ:

  1. Anton Guðmundsson, 29 ára, matreiðslumeistari, Sandgerði.
  2. Úrsúla María Guðjónsdóttir, 27 ára, meistaranemi í lögfræði, Garði.
  3. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, 25 ára, sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur og gæðastjóri, Sandgerði.
  4. Sigfríður Ólafsdóttir, 27 ára, meistaranemi í félagsráðgjöf og sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, Garði.
  5. Gísli Jónatan Pálsson, 38 ára, trésmiður og nemi í húsasmíði, Sandgerði.
  6. Elvar Þór Þorleifsson, 34 ára, umsjónarmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.
  7. Baldur Matthías Þóroddsson, 28 ára, sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöðinni Garði, Sandgerði.
  8. Agata Maria Magnússon, 37 ára, starfsmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.
  9. Elías Mar Hrefnuson, 33 ára, Sandgerði.
  10. Óskar Helgason, 48 ára, pípulagningarnemi, Sandgerði.
  11. Hulda Ósk Jónsdóttir, 42 ára, nemi í kennslufræði og starfsmaður á leikskóla, Sandgerði.
  12. Karel Bergmann Gunnarsson, 27 ára, flugöryggisvörður hjá Isavia, Garði.
  13. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, 57 ára, Garði.
  14. Gunnlaug María Óskarsdóttir, 20 ára, stuðningsfulltrúi, Sandgerði.
  15. Jóhanna Óttars Sigtryggsdóttir, 37 ára, leikskólaliði og hópstjóri á leikskólanum Sólborg, Sandgerði.
  16. Guðrún Sif Pétursdóttir, 31 árs, hópstjóri og kjarnastýra á leikskóla, Sandgerði.
  17. Rebekka Ósk Friðriksdóttir, 27 ára, snyrtifræðingur, Sandgerði.
  18. Jón Sigurðsson, 72 ára, bóndi, Sandgerði.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×