Landspítalinn hefur greitt starfsmönnum 213 milljónir króna fyrir að nota hlífðarfatnað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2022 08:18 Greiðslurnar eru tímabundin aðgerð vegna álags faraldurs Covid-19, meðal annars tengdu fjölda inniliggjandi sjúklinga og fjarvista veikra starfsmanna. Aðgerðin átti að gilda til 15. mars með möguleika á framlengingu og samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur hún verið framlengd til 31. mars. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Kostnaður Landspítala vegna viðbótarlauna til handa heilbrigðisstarfsmönnum vegna notkunar hlífðarbúnaðar námu 213,5 milljónum króna með launatengdum gjöldum á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. Þetta kemur fram í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis um viðbótargreiðslur vegna Covid-19. Í svarinu segir að á spítalanum sé verið að greiða tvenns konar viðbótarlaun vegna álags tengdu Covid-19. Annars vegar er um að ræða álagsgreiðslur vegna notkunar á hlífðarbúnaði eða fínagnagrímum að kröfu farsóttarnefndar. Greiðslurnar miðist við notkun hlífðarbúnaðar eða fínagnagrímu á meirihluta vaktar og skiptist á eftirfarandi hátt: 15.000 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem þurfa að starfa í búningum við aðhlynningu Covid-sýktra einstaklinga, fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. 7.500 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem gert er að vera með fínagnagrímu allan daginn við störf sín (skv. kröfu frá farsóttarnefnd spítalans), fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Starfsmaður geti ekki fengið greitt fyrir bæði á sömu vakt; ef hann fái greiðslu fyrir að vera í hlífðarbúning þá fái hann ekki einnig greiðslu fyrir að vera með fínagnagrímu. „Frá 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022 er kostnaður vegna þessa kr. 213.559.024 með launatengdum gjöldum,“ segir í svörum Landspítalans. Ekki búið að greiða út vegna vinnu umfram vinnuskyldu Hins vegar sé um að ræða viðbótarlaun vegna aukins vinnuframlags starfsmanna á klínískum einingum, umfram vinnuskyldu. Þeir starfsmenn sem taki aukavaktir umfram vinnuskyldu geti áunnið sér viðbótarlaun vegna þeirra. Fyrirkomulag þeirra greiðslna má sjá á myndinni hér fyrir neðan: Landspítalinn Gildistími ofangreindra greiðslna var frá 14. janúar til 15. mars. Þegar Vísi bárust upplýsingarnar lá ekki fyrir hversu háar greiðslurnar yrðu þar sem fyrri greiðslan verður ekki greidd út fyrr en 1. apríl, vegna tímabilsins 14. janúar til 15. febrúar, og seinni greiðslan 1. maí, fyrir tímabilið 16. febrúar til 15. mars. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis um viðbótargreiðslur vegna Covid-19. Í svarinu segir að á spítalanum sé verið að greiða tvenns konar viðbótarlaun vegna álags tengdu Covid-19. Annars vegar er um að ræða álagsgreiðslur vegna notkunar á hlífðarbúnaði eða fínagnagrímum að kröfu farsóttarnefndar. Greiðslurnar miðist við notkun hlífðarbúnaðar eða fínagnagrímu á meirihluta vaktar og skiptist á eftirfarandi hátt: 15.000 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem þurfa að starfa í búningum við aðhlynningu Covid-sýktra einstaklinga, fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. 7.500 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem gert er að vera með fínagnagrímu allan daginn við störf sín (skv. kröfu frá farsóttarnefnd spítalans), fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Starfsmaður geti ekki fengið greitt fyrir bæði á sömu vakt; ef hann fái greiðslu fyrir að vera í hlífðarbúning þá fái hann ekki einnig greiðslu fyrir að vera með fínagnagrímu. „Frá 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022 er kostnaður vegna þessa kr. 213.559.024 með launatengdum gjöldum,“ segir í svörum Landspítalans. Ekki búið að greiða út vegna vinnu umfram vinnuskyldu Hins vegar sé um að ræða viðbótarlaun vegna aukins vinnuframlags starfsmanna á klínískum einingum, umfram vinnuskyldu. Þeir starfsmenn sem taki aukavaktir umfram vinnuskyldu geti áunnið sér viðbótarlaun vegna þeirra. Fyrirkomulag þeirra greiðslna má sjá á myndinni hér fyrir neðan: Landspítalinn Gildistími ofangreindra greiðslna var frá 14. janúar til 15. mars. Þegar Vísi bárust upplýsingarnar lá ekki fyrir hversu háar greiðslurnar yrðu þar sem fyrri greiðslan verður ekki greidd út fyrr en 1. apríl, vegna tímabilsins 14. janúar til 15. febrúar, og seinni greiðslan 1. maí, fyrir tímabilið 16. febrúar til 15. mars.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira