Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 21:56 Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið algengar í fréttum undanfarnar vikur. Hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri og Veðurstofan verið dugleg að vara fólk við vályndum veðrum. Á morgun er til dæmis gul viðvörun á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvað er að útskýra þennan fjölda lægða síðustu vikur? „Það er fyrst og fremst lega landsins norður í miðju Atlantshafinu en líka heimskautaloft sem hefur plantað sér vestur af Grænlandi og síðan kemur hlýtt loft sem mætir því lofti. Þar verða lægðirnar til og svo vill þannig til að við liggjum beint til þegar þær færast norður eftir með háloftastraumunum,“ sagði Elín og bætti við að horfa þyrfti aftur til vetursins 2014-15 til að finna sambærilegt ástand. „Ég hugsa að við séum komin fram úr honum. Síðan var annar vetur þarna í kringum 2009 sem var svipaður og svo má fara aftur til sextíu og eitthvað.“ Hún segir ekki útlit fyrir að það dragi úr straumi lægða til landsins í bráð. „Þær eru þó kannski aðeins að hlýna og það dregur úr styrk þegar líður úr næstu viku. Við getum þá glaðst yfir því að það komi þá rigning frekar en snjókoma.“ Veðurstofan hefur, eðli málsins samkvæmt, haft nóg að gera síðustu vikur og meðal annars tekið á móti símtölum frá almenningi um viðvaranirnar. „Það er stundum verið að kvarta og athuga hvort við getum ekki hætt að gefa út allar þessar viðvaranir. Það er ekki skrýtið því þegar það eru rauðar viðvaranir þá gefum við út tuttugu og níu viðvaranir á einni vakt.“ Veður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið algengar í fréttum undanfarnar vikur. Hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri og Veðurstofan verið dugleg að vara fólk við vályndum veðrum. Á morgun er til dæmis gul viðvörun á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvað er að útskýra þennan fjölda lægða síðustu vikur? „Það er fyrst og fremst lega landsins norður í miðju Atlantshafinu en líka heimskautaloft sem hefur plantað sér vestur af Grænlandi og síðan kemur hlýtt loft sem mætir því lofti. Þar verða lægðirnar til og svo vill þannig til að við liggjum beint til þegar þær færast norður eftir með háloftastraumunum,“ sagði Elín og bætti við að horfa þyrfti aftur til vetursins 2014-15 til að finna sambærilegt ástand. „Ég hugsa að við séum komin fram úr honum. Síðan var annar vetur þarna í kringum 2009 sem var svipaður og svo má fara aftur til sextíu og eitthvað.“ Hún segir ekki útlit fyrir að það dragi úr straumi lægða til landsins í bráð. „Þær eru þó kannski aðeins að hlýna og það dregur úr styrk þegar líður úr næstu viku. Við getum þá glaðst yfir því að það komi þá rigning frekar en snjókoma.“ Veðurstofan hefur, eðli málsins samkvæmt, haft nóg að gera síðustu vikur og meðal annars tekið á móti símtölum frá almenningi um viðvaranirnar. „Það er stundum verið að kvarta og athuga hvort við getum ekki hætt að gefa út allar þessar viðvaranir. Það er ekki skrýtið því þegar það eru rauðar viðvaranir þá gefum við út tuttugu og níu viðvaranir á einni vakt.“
Veður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira