Gamall klefi leysir vandamál kvenna í Sundhöllinni: „Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. mars 2022 07:00 Sundhöllina teiknaði Guðjón Samúelsson. Hann hefur að mati fastagests laugarinnar mikið uppeldisgildi. reykjavik.is Gamli kvennaklefinn í Sundhöll Reykjavíkur verður opnaður aftur á næstu dögum, fastagestum til mikillar ánægju. Sumir þeirra hafa kvartað sáran yfir því að þurfa að ganga í gegnum allt útisvæðið í vondum veðrum til að komast í innilaugina. Konur sem sóttu Sundhöll Reykjavíkur hér á árum áður kvörtuðu oft yfir þröngum og leiðinlegum stiga sem þær þurftu að fara til að komast úr klefanum og upp í laug. Ansi leiðinlegur fylgikvilli þessa annars gamla og fallega klefa, sem hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en margar konur eru farnar að sakna mjög. Stiginn er nefnilega mun minni hindrun fyrir þær sem ætla í innilaugina heldur en sú leið sem nú er í boði úr nýja klefanum, sem opnaði fyrir fáeinum árum. Þar þarf að labba í gegn um allt útisvæðið og upp á enn lengri stiga til að komast í innilaugina eða gömlu útipottana. Líkast refsingu fyrir að voga sér í sund Í bréfi sem doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur laugarinnar, skrifaði til yfirvalda um ástandið er þessari gönguferð í vonskuveðri lýst: „Það blés á móti mér napur vindur af austri og fylgdi honum slíkur kuldi að ég hrökklaðist til baka. Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund.“ Kannski örlítið dramatískt en Vilborg fullyrðir þó að margar eldri konur í hverfinu séu hættar að fara í sunda vegna þessa. Við litum við í Sundhöllinni í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hægt er að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan: Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, segist meðvituð um þessa óánægju sumra sundlaugargesta: „Við höfum svoldið verið að hleypa litlu skólastelpunum í gegn um húsið innangengt til að fara í innilaugina, sérstaklega á svona kvöldum og í þessum stormi sem verið hefur undanfarið en það er ekkert mikið kvartað. Auðvitað er alltaf einhver,“ segir Drífa. Drífa segir að klefinn muni opna á næstu dögum.stöð 2 Uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar Eitt af helstu einkennum Sundhallarinnar eru fataklefarnir sem að Guðjón Samúelsson hannaði. Og það er ljóst að margir hafa saknað þessa einstaka rýmis. Við vitnum aftur í bréf fastagestsins: „En hví mega eldri konur, sem búnar eru að hugga margt barnið og þerra margt tárið, ekki njóta þess að koma í húsakynni Guðjóns Samúelssonar og iðka þar sína líkamsrækt í ró og næði? Og hví skyldu litlu skólastúlkurnar ekki fá að njóta arkitektúrs Guðjóns um leið og þær læra að synda? Guðjón arkitektúr hefur uppeldisgildi.“ Viðgerð á gömlu klefunum hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Hann á þó að opna aftur á næstunni. „Vonandi bara núna næstu daga. Við vonum það að það veðri hægt að opna hann sem fyrst og þá verður hann opnaður allavega fyrir þá sem þurfa að sækja innilaugina; skólastundskrakkana og sundleikfimina og annað,“ segir Drífa. Og því er ljóst að uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar fer aftur að segja til sín í miðbænum í vor. Guðjón Samúelsson húsameistari. Bréf Vilborgar má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Bref_VilborgarPDF4.1MBSækja skjal Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Konur sem sóttu Sundhöll Reykjavíkur hér á árum áður kvörtuðu oft yfir þröngum og leiðinlegum stiga sem þær þurftu að fara til að komast úr klefanum og upp í laug. Ansi leiðinlegur fylgikvilli þessa annars gamla og fallega klefa, sem hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en margar konur eru farnar að sakna mjög. Stiginn er nefnilega mun minni hindrun fyrir þær sem ætla í innilaugina heldur en sú leið sem nú er í boði úr nýja klefanum, sem opnaði fyrir fáeinum árum. Þar þarf að labba í gegn um allt útisvæðið og upp á enn lengri stiga til að komast í innilaugina eða gömlu útipottana. Líkast refsingu fyrir að voga sér í sund Í bréfi sem doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur laugarinnar, skrifaði til yfirvalda um ástandið er þessari gönguferð í vonskuveðri lýst: „Það blés á móti mér napur vindur af austri og fylgdi honum slíkur kuldi að ég hrökklaðist til baka. Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund.“ Kannski örlítið dramatískt en Vilborg fullyrðir þó að margar eldri konur í hverfinu séu hættar að fara í sunda vegna þessa. Við litum við í Sundhöllinni í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hægt er að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan: Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, segist meðvituð um þessa óánægju sumra sundlaugargesta: „Við höfum svoldið verið að hleypa litlu skólastelpunum í gegn um húsið innangengt til að fara í innilaugina, sérstaklega á svona kvöldum og í þessum stormi sem verið hefur undanfarið en það er ekkert mikið kvartað. Auðvitað er alltaf einhver,“ segir Drífa. Drífa segir að klefinn muni opna á næstu dögum.stöð 2 Uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar Eitt af helstu einkennum Sundhallarinnar eru fataklefarnir sem að Guðjón Samúelsson hannaði. Og það er ljóst að margir hafa saknað þessa einstaka rýmis. Við vitnum aftur í bréf fastagestsins: „En hví mega eldri konur, sem búnar eru að hugga margt barnið og þerra margt tárið, ekki njóta þess að koma í húsakynni Guðjóns Samúelssonar og iðka þar sína líkamsrækt í ró og næði? Og hví skyldu litlu skólastúlkurnar ekki fá að njóta arkitektúrs Guðjóns um leið og þær læra að synda? Guðjón arkitektúr hefur uppeldisgildi.“ Viðgerð á gömlu klefunum hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Hann á þó að opna aftur á næstunni. „Vonandi bara núna næstu daga. Við vonum það að það veðri hægt að opna hann sem fyrst og þá verður hann opnaður allavega fyrir þá sem þurfa að sækja innilaugina; skólastundskrakkana og sundleikfimina og annað,“ segir Drífa. Og því er ljóst að uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar fer aftur að segja til sín í miðbænum í vor. Guðjón Samúelsson húsameistari. Bréf Vilborgar má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Bref_VilborgarPDF4.1MBSækja skjal
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35