Vill að fólk fætt 2010 og seinna fái aldrei að kaupa nikótín Árni Sæberg skrifar 15. mars 2022 22:31 Nái ráðherrann fram vilja sínum mun fólk ekki mega reykja í Danmörku þrátt fyrir háan aldur eftir nokkra áratugi. Finn Winkler/Getty Heilbrigðisráðherra Danmerkur kynnti í dag áætlun sem ætlað er að koma í veg fyrir að einstaklingar fæddir árið 2010 og seinna nái nokkurn tímann tilskildum aldri til kaupa á vörum sem innihalda nikótín. Í síðustu viku birti embætti landlæknis Danmerkur skýrslu þar sem kom fram að Danir væru langt frá því markmiði sínu um að koma í veg fyrir nikótínneyslu barna og ungmenna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, kynnti í dag heilbrigðisáætlun sem ætlað er að ná þessu markmiði. Einn liður áætlunarinnar er ansi áhugaverður en ráðherrann leggur til að nikótínkaupaaldur hækki í nítján ár árið 2028 og hækki um eitt ár á hverju ári eftir það. Það gerir það að verkum að árgangurinn fæddur 2010 mun aldrei ná tilskildum aldri til að kaupa sígarettur, munntóbak, nikótínpúða eða hvaðeina sem inniheldur nikótín. Þannig mun staðan vera sú árið 2050, til dæmis, að fertugur einstaklingur þurfi að redda sér fölsuðum skilríkjum, ætli hann að kaupa sér rettur, eða fá 41 árs gamlan vin sinn til að kaupa þær fyrir sig. Bjóði upp á skondna stöðu í framtíðinni Tillagan er ekki óumdeild og leggst danski Íhaldsflokkurinn, meðal annarra, gegn henni. „Við þurfum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja. En þessi tillaga snertir einnig fullorðið fólk, vegna þess að börn fullorðnast auðvitað á einhverjum tímapunkti,“ segir Per Larsen, heilbrigðisfulltrúi Íhaldsflokksins. „Það fylgja því ýmis vandkvæði að ætla að setja bönn á fullorðið fólk. Í sumum kynslóðum snertir þetta fertugt, fimmtugt og sextugt fólk. Það yrðu skemmtilegar aðstæður eftir nokkra áratugi þar sem 65 ára gömul kona má ekki kaupa sígarettur en 66 ára gamall eiginmaður hennar má það, segir Stinus Lindgren, heilbrigðisfulltrúi Róttæka vinstriflokksins. Áfengiskaupaaldur hækki sömuleiðis Í áætlun heilbrigðisráðherrans er einnig minnst á áfengisneyslu ungs fólks í Danmörku, en danskir unglingar eru meðal þeirra unglinga sem drekka hvað mest áfengi í Evrópu. Ráðherrann vill stemma stigu við því með því að hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, óháð styrkleika áfengra drykkja. Nú mega dönsk ungmenni kaupa áfengi frá sextán ára aldri, sé hlutfall áfengis ekki hærra en 16,5 prósent. Vilji þau stekara vín þurfa þau að hafa náð átján ára aldri. Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Í síðustu viku birti embætti landlæknis Danmerkur skýrslu þar sem kom fram að Danir væru langt frá því markmiði sínu um að koma í veg fyrir nikótínneyslu barna og ungmenna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, kynnti í dag heilbrigðisáætlun sem ætlað er að ná þessu markmiði. Einn liður áætlunarinnar er ansi áhugaverður en ráðherrann leggur til að nikótínkaupaaldur hækki í nítján ár árið 2028 og hækki um eitt ár á hverju ári eftir það. Það gerir það að verkum að árgangurinn fæddur 2010 mun aldrei ná tilskildum aldri til að kaupa sígarettur, munntóbak, nikótínpúða eða hvaðeina sem inniheldur nikótín. Þannig mun staðan vera sú árið 2050, til dæmis, að fertugur einstaklingur þurfi að redda sér fölsuðum skilríkjum, ætli hann að kaupa sér rettur, eða fá 41 árs gamlan vin sinn til að kaupa þær fyrir sig. Bjóði upp á skondna stöðu í framtíðinni Tillagan er ekki óumdeild og leggst danski Íhaldsflokkurinn, meðal annarra, gegn henni. „Við þurfum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja. En þessi tillaga snertir einnig fullorðið fólk, vegna þess að börn fullorðnast auðvitað á einhverjum tímapunkti,“ segir Per Larsen, heilbrigðisfulltrúi Íhaldsflokksins. „Það fylgja því ýmis vandkvæði að ætla að setja bönn á fullorðið fólk. Í sumum kynslóðum snertir þetta fertugt, fimmtugt og sextugt fólk. Það yrðu skemmtilegar aðstæður eftir nokkra áratugi þar sem 65 ára gömul kona má ekki kaupa sígarettur en 66 ára gamall eiginmaður hennar má það, segir Stinus Lindgren, heilbrigðisfulltrúi Róttæka vinstriflokksins. Áfengiskaupaaldur hækki sömuleiðis Í áætlun heilbrigðisráðherrans er einnig minnst á áfengisneyslu ungs fólks í Danmörku, en danskir unglingar eru meðal þeirra unglinga sem drekka hvað mest áfengi í Evrópu. Ráðherrann vill stemma stigu við því með því að hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, óháð styrkleika áfengra drykkja. Nú mega dönsk ungmenni kaupa áfengi frá sextán ára aldri, sé hlutfall áfengis ekki hærra en 16,5 prósent. Vilji þau stekara vín þurfa þau að hafa náð átján ára aldri.
Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira