Áminntur fyrir að kalla þingmenn Samfylkingarinnar krónprinsessu og jóker Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2022 15:49 Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, áminnti Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir að kalla tvo þingmenn Samfylkingarinnar krónprinsessu og jóker í spilastokk Samfylkingarinnar. Friðjón, sem einnig er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í haust, kvaddi sér hljóðs í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu og umræðu þingmanna Samfylkingarinnar um þau mál. Gagnrýndi Friðjón húsnæðisstefnu meirihlutans í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin hefur haft forystu undanfarin ár. Þakkaði hann Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að hafa hafið umræðu um þessi mál. „Við kunnum hæstvirtum þingmönnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessunni og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar, þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar. Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum, sagði Friðjón. Andrés bað Birgi um að kenna Friðjóni Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greip orðið að lokinni ræðu Friðjóns og áminnti hann um að gæta orða sinna. „Forseti áminnir þingmenn að gæta orða sinna þegar vikið er að öðrum hæstvirtum þingmönnum,“ sagði Birgir. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvað sér síðar hljóðs og gagnrýndi Friðjón fyrir að uppnefna aðra þingmenn og benti forseta Alþingis á að Kristrún og Jóhann gætu ekki svarað fyrir sig. „Það sem forseti hefði hins vegar líka þurft að gera er að kenna hinum nýja varaþingmanni þá sjálfsögðu kurteisisvenju að eiga ekki orðastað við fjarstadda þingmenn sem ekki geta bætt sér á mælendaskrá eins og raunin er í störfum þingsins. Þar eigum við siði og venjur og það er eitthvað sem ég vona að hæstvirtur forseti geri þingmanninum ljóst.“ Sagði Birgir þá að mælst væri til þess að þingmenn kalli ekki eftir svörum eða víki ekki að einstökum þingmönnum í störfum þingsins þegar þingmenn eigi ekki kost á því að bæta sér á mælendaskrá. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún og Jóhann svöruðu fyrir sig Nokkru síðar kvað Kristrún sér til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og setti hún ræðu Friðjóns í samhengi við það að hann væri í framboði í borgarstjórnarkosningunum. „Ég veit ekki hvort viðkomandi þingmaður ætli sér að halda áfram ákveðnum samskiptamáta sem hefur kannski átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en þannig eigum við ekki samskipti hér á þingi. Við reynum að vera málefnaleg. Við getum auðvitað tekist á um einstaka hluti,“ sagði Kristrún. Það sama gerði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Vilhelm „Ég vil bjóða hæstvirtan þingmann. Friðjón R. Friðjónsson, velkominn hér til starfa. Svolítið krúttlegt, að fylgjast með þessum kosningaskjálfta sem er hlaupinn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara gott og blessað og ég vil bara bjóða honum líka að eiga hér orðastað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt samskipti, gangi honum bara vel í sínu.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Friðjón, sem einnig er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í haust, kvaddi sér hljóðs í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu og umræðu þingmanna Samfylkingarinnar um þau mál. Gagnrýndi Friðjón húsnæðisstefnu meirihlutans í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin hefur haft forystu undanfarin ár. Þakkaði hann Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að hafa hafið umræðu um þessi mál. „Við kunnum hæstvirtum þingmönnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessunni og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar, þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar. Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum, sagði Friðjón. Andrés bað Birgi um að kenna Friðjóni Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greip orðið að lokinni ræðu Friðjóns og áminnti hann um að gæta orða sinna. „Forseti áminnir þingmenn að gæta orða sinna þegar vikið er að öðrum hæstvirtum þingmönnum,“ sagði Birgir. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvað sér síðar hljóðs og gagnrýndi Friðjón fyrir að uppnefna aðra þingmenn og benti forseta Alþingis á að Kristrún og Jóhann gætu ekki svarað fyrir sig. „Það sem forseti hefði hins vegar líka þurft að gera er að kenna hinum nýja varaþingmanni þá sjálfsögðu kurteisisvenju að eiga ekki orðastað við fjarstadda þingmenn sem ekki geta bætt sér á mælendaskrá eins og raunin er í störfum þingsins. Þar eigum við siði og venjur og það er eitthvað sem ég vona að hæstvirtur forseti geri þingmanninum ljóst.“ Sagði Birgir þá að mælst væri til þess að þingmenn kalli ekki eftir svörum eða víki ekki að einstökum þingmönnum í störfum þingsins þegar þingmenn eigi ekki kost á því að bæta sér á mælendaskrá. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún og Jóhann svöruðu fyrir sig Nokkru síðar kvað Kristrún sér til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og setti hún ræðu Friðjóns í samhengi við það að hann væri í framboði í borgarstjórnarkosningunum. „Ég veit ekki hvort viðkomandi þingmaður ætli sér að halda áfram ákveðnum samskiptamáta sem hefur kannski átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en þannig eigum við ekki samskipti hér á þingi. Við reynum að vera málefnaleg. Við getum auðvitað tekist á um einstaka hluti,“ sagði Kristrún. Það sama gerði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Vilhelm „Ég vil bjóða hæstvirtan þingmann. Friðjón R. Friðjónsson, velkominn hér til starfa. Svolítið krúttlegt, að fylgjast með þessum kosningaskjálfta sem er hlaupinn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara gott og blessað og ég vil bara bjóða honum líka að eiga hér orðastað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt samskipti, gangi honum bara vel í sínu.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira