Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Viktor Örn Ásgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2022 20:57 Lilja beindi spjótum sínum að Þorgerði Katrínu formanni Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. Lilja svaraði því til að það myndi ekki koma á óvart - þótt ríkisstjórnin myndi koma á óvart - en Sigmari þótti þessi svör helst til of loðin og spurði hæstvirtan ráðherra að nýju. Í svörum sínum beindi hún spjótum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar þegar hlátrasköll heyrðust í þingsal. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar tók svarinu óstinnt upp og steig í pontu til að gera athugasemd við framgöngu ráðherra. Lilja brást að nýju við þessum orðum Hönnu Katrínar og sagðist fullviss um að andúðin væri í hennar garð en ekki öfugt og rauk út úr þingsal að svarinu loknu. Lilja sagði meðal annars: „Ég held hins vegar að þessi persónulega óvild sé mun fremur hjá þingflokki Viðreisnar í garð ráðherrans. Ég hef bara sjaldan séð háttvirtan þingmann jafnæsta þegar hún kemur hingað í pontu.“ Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata velti því þá upp hvort þingmenn væru á skólaþingi. Í myndbandinu er aðeins stiklað á stóru; samskiptum Lilju og Hönnu Katrínar, en umræðurnar á Alþingi voru töluvert lengri. Hægt er að hlusta á umræðurnar HÉR en þær hefjast þegar 1 klukkutími og 20 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Uppfært 21:22: Upphaflega stóð að Lilja hafi rokið úr þingsal en Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur segir hana ekki hafa rokið af þingfundinum: „Það var ekkert fát eða pat á henni. Hún þurfti ekki að vera þarna, fyrirspurnartíminn var búinn og síðan biðu hennar aðrir fundir í ráðuneytinu við Skúlagötu þá einfaldlega fór hún. Alveg pollróleg.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Lilja svaraði því til að það myndi ekki koma á óvart - þótt ríkisstjórnin myndi koma á óvart - en Sigmari þótti þessi svör helst til of loðin og spurði hæstvirtan ráðherra að nýju. Í svörum sínum beindi hún spjótum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar þegar hlátrasköll heyrðust í þingsal. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar tók svarinu óstinnt upp og steig í pontu til að gera athugasemd við framgöngu ráðherra. Lilja brást að nýju við þessum orðum Hönnu Katrínar og sagðist fullviss um að andúðin væri í hennar garð en ekki öfugt og rauk út úr þingsal að svarinu loknu. Lilja sagði meðal annars: „Ég held hins vegar að þessi persónulega óvild sé mun fremur hjá þingflokki Viðreisnar í garð ráðherrans. Ég hef bara sjaldan séð háttvirtan þingmann jafnæsta þegar hún kemur hingað í pontu.“ Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata velti því þá upp hvort þingmenn væru á skólaþingi. Í myndbandinu er aðeins stiklað á stóru; samskiptum Lilju og Hönnu Katrínar, en umræðurnar á Alþingi voru töluvert lengri. Hægt er að hlusta á umræðurnar HÉR en þær hefjast þegar 1 klukkutími og 20 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Uppfært 21:22: Upphaflega stóð að Lilja hafi rokið úr þingsal en Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur segir hana ekki hafa rokið af þingfundinum: „Það var ekkert fát eða pat á henni. Hún þurfti ekki að vera þarna, fyrirspurnartíminn var búinn og síðan biðu hennar aðrir fundir í ráðuneytinu við Skúlagötu þá einfaldlega fór hún. Alveg pollróleg.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira