Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 15:05 Ragnar Þór vandar Drífu Snædal ekki kveðjurnar. Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðorður í garð Drífu Snædal, forseta ASÍ, í pistli sem hann ritaði á Vísi í vikunni en hann hafði áður lýst eitruðum kúltúr, baktjaldamakki og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir ýmis vandamál til staðar innan ASÍ, sem hafa verið til staðar í lengri tíma, og að þörf sé á breytingum. „Þetta gengur alla vega ekki upp eins og þetta er í dag og með fullri virðingu fyrir Drífu, að þá hefur henni bara mistekist að sætta sjónarmið innan Alþýðusambandsins og tekið mjög virka stöðu með þeim hópi sem hefur unnið hvað mest gegn okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur ákveðinn hópur á móti VR, Eflingu og öðrum verkalýðshreyfingum sem hafa staðið með þeim úti á landi. „Það sem ég er að setja fram er; hef ég áhuga á að vinna á vettvangi og með fólki sem að veit ekkert betra en að bregða fyrir mér fæti? Ég hef ekki áhuga á að starfa á slíkum vettvangi,“ segir Ragnar. Hann segir grunnvandamál ASÍ vera það að róttæk baráttumál komist ekki á dagskrá og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bæta stöðuna. „Ég held að við ættum frekar að spyrja okkur hvort við eigum við að breyta þessu fyrirkomulagi, er Alþýðusambandið barn síns tíma, hvað getum við gert, er hægt að laga þetta? Ég er ekki með svarið við þessu,“ segir Ragnar. Ragnar gerir ráð fyrir að mótframboð berist til forseta á næsta þingi ASÍ en segir það ekki endilega nóg að skipta bara út forseta. „Það þarf einhvern veginn að endurhugsa Alþýðusambandið og sjá hvort það getur gagnast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er eða ekki. Ef það gagnast okkur ekki þá þurfum við að endurhugsa okkar aðkomu að því,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðorður í garð Drífu Snædal, forseta ASÍ, í pistli sem hann ritaði á Vísi í vikunni en hann hafði áður lýst eitruðum kúltúr, baktjaldamakki og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir ýmis vandamál til staðar innan ASÍ, sem hafa verið til staðar í lengri tíma, og að þörf sé á breytingum. „Þetta gengur alla vega ekki upp eins og þetta er í dag og með fullri virðingu fyrir Drífu, að þá hefur henni bara mistekist að sætta sjónarmið innan Alþýðusambandsins og tekið mjög virka stöðu með þeim hópi sem hefur unnið hvað mest gegn okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur ákveðinn hópur á móti VR, Eflingu og öðrum verkalýðshreyfingum sem hafa staðið með þeim úti á landi. „Það sem ég er að setja fram er; hef ég áhuga á að vinna á vettvangi og með fólki sem að veit ekkert betra en að bregða fyrir mér fæti? Ég hef ekki áhuga á að starfa á slíkum vettvangi,“ segir Ragnar. Hann segir grunnvandamál ASÍ vera það að róttæk baráttumál komist ekki á dagskrá og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bæta stöðuna. „Ég held að við ættum frekar að spyrja okkur hvort við eigum við að breyta þessu fyrirkomulagi, er Alþýðusambandið barn síns tíma, hvað getum við gert, er hægt að laga þetta? Ég er ekki með svarið við þessu,“ segir Ragnar. Ragnar gerir ráð fyrir að mótframboð berist til forseta á næsta þingi ASÍ en segir það ekki endilega nóg að skipta bara út forseta. „Það þarf einhvern veginn að endurhugsa Alþýðusambandið og sjá hvort það getur gagnast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er eða ekki. Ef það gagnast okkur ekki þá þurfum við að endurhugsa okkar aðkomu að því,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent