Albarn þakkar Íslendingum gestrisnina með tónleikum Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 11. mars 2022 23:25 Einar Örn Benediktsson hefur þekkt Damon Albarn í áratugaraðir. Sjálfur var Albarn enn við undirbúning þegar fréttamaður okkar leit við í Hörpu í kvöld. Stöð 2/Bjarni Einarsson Haldnir voru tónleikar í öllum sölum Hörpu í kvöld og þeirra á meðal voru tónleikar íslenska ríkisborgarans Damon Albarn, sem kveðst vilja þakka Íslendingum fyrir gestrisnina með tónleikunum. Í kvöld voru allir salir Hörpu nýttir undir tónlistarflutning, Friðrik Dór steig á svið og Daníel Bjarnason stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hún frumflutti nýtt verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, Glerhjalla, og CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þó er öruggt að fullyrða, án þess að hallað sé á nokkurn, að Damon Albarn hafi verið aðalnúmerið í Hörpu í kvöld. Hann steig á svið hér á landi í fyrsta sinn í 25 ár, þrátt fyrir að hafa búið í Grafarvogi um árabil og að vera íslenskur ríkisborgari. Damon Albarn hafði komið í stuttar heimsóknir til Íslands áður en hann kom í hina einu sönnu, til að halda tónleika með Blur í Laugardalshöll. Það er ekki ofsögum sagt að allt hafi orðið brjálað þegar þeir mættu til landsins en sjá má svipmyndir af brjálæðinu í spilaranum hér að neðan. Ekkert breyst á aldarfjórðungi Einar Örn Benediktsson, oftast kenndur við Sykurmolana, hefur þekkt Albarn í áratugaraðir. Hann segir vin sinn alveg óbreyttan frá því að hann tróð upp í Laugardalshöll fyrir 25 árum síðan. „Nei, mér finnst hann ekki hafa breyst neitt. Hann hefur ennþá þennan óbilandi kraft og frumsköpun og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur ekkert breyst, hann er bara okkar Damon, segir Einar Örn. Þá segir hann Albarn hafa tekið ástfóstri við Ísland og að hann elski Ísland á sama hátt og við hin, enda sé hann nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Reiddi fram tilfinningar sínar til Esjunnar Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld kom að því að skapa tónlistina sem flutt var í Eldborg í kvöld. Sjálf Esjan var listagyðja Albarns og innblástur þegar hann samdi tónlistina. „Ég held að hann hafi verið að reyna, upprunalega, að fanga stemninguna sem hann upplifði þegar hann leit út um stofugluggann sinn og sá Esjuna blasa við. Þannig hann bauð fullt af spunahljóðfæraleikurum til að koma heim til sín í stofu og reyna að túlka það í tónum og hljóðum. Það er held ég það sem er að gerast hér, það er verið að reiða það fram í einhvers konar mynd, þessar tilfinningar sem hann upplifir,“ segir Bergrún. Tónlist Reykjavík Menning Harpa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira
Í kvöld voru allir salir Hörpu nýttir undir tónlistarflutning, Friðrik Dór steig á svið og Daníel Bjarnason stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hún frumflutti nýtt verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, Glerhjalla, og CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þó er öruggt að fullyrða, án þess að hallað sé á nokkurn, að Damon Albarn hafi verið aðalnúmerið í Hörpu í kvöld. Hann steig á svið hér á landi í fyrsta sinn í 25 ár, þrátt fyrir að hafa búið í Grafarvogi um árabil og að vera íslenskur ríkisborgari. Damon Albarn hafði komið í stuttar heimsóknir til Íslands áður en hann kom í hina einu sönnu, til að halda tónleika með Blur í Laugardalshöll. Það er ekki ofsögum sagt að allt hafi orðið brjálað þegar þeir mættu til landsins en sjá má svipmyndir af brjálæðinu í spilaranum hér að neðan. Ekkert breyst á aldarfjórðungi Einar Örn Benediktsson, oftast kenndur við Sykurmolana, hefur þekkt Albarn í áratugaraðir. Hann segir vin sinn alveg óbreyttan frá því að hann tróð upp í Laugardalshöll fyrir 25 árum síðan. „Nei, mér finnst hann ekki hafa breyst neitt. Hann hefur ennþá þennan óbilandi kraft og frumsköpun og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur ekkert breyst, hann er bara okkar Damon, segir Einar Örn. Þá segir hann Albarn hafa tekið ástfóstri við Ísland og að hann elski Ísland á sama hátt og við hin, enda sé hann nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Reiddi fram tilfinningar sínar til Esjunnar Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld kom að því að skapa tónlistina sem flutt var í Eldborg í kvöld. Sjálf Esjan var listagyðja Albarns og innblástur þegar hann samdi tónlistina. „Ég held að hann hafi verið að reyna, upprunalega, að fanga stemninguna sem hann upplifði þegar hann leit út um stofugluggann sinn og sá Esjuna blasa við. Þannig hann bauð fullt af spunahljóðfæraleikurum til að koma heim til sín í stofu og reyna að túlka það í tónum og hljóðum. Það er held ég það sem er að gerast hér, það er verið að reiða það fram í einhvers konar mynd, þessar tilfinningar sem hann upplifir,“ segir Bergrún.
Tónlist Reykjavík Menning Harpa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira