Albarn þakkar Íslendingum gestrisnina með tónleikum Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 11. mars 2022 23:25 Einar Örn Benediktsson hefur þekkt Damon Albarn í áratugaraðir. Sjálfur var Albarn enn við undirbúning þegar fréttamaður okkar leit við í Hörpu í kvöld. Stöð 2/Bjarni Einarsson Haldnir voru tónleikar í öllum sölum Hörpu í kvöld og þeirra á meðal voru tónleikar íslenska ríkisborgarans Damon Albarn, sem kveðst vilja þakka Íslendingum fyrir gestrisnina með tónleikunum. Í kvöld voru allir salir Hörpu nýttir undir tónlistarflutning, Friðrik Dór steig á svið og Daníel Bjarnason stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hún frumflutti nýtt verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, Glerhjalla, og CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þó er öruggt að fullyrða, án þess að hallað sé á nokkurn, að Damon Albarn hafi verið aðalnúmerið í Hörpu í kvöld. Hann steig á svið hér á landi í fyrsta sinn í 25 ár, þrátt fyrir að hafa búið í Grafarvogi um árabil og að vera íslenskur ríkisborgari. Damon Albarn hafði komið í stuttar heimsóknir til Íslands áður en hann kom í hina einu sönnu, til að halda tónleika með Blur í Laugardalshöll. Það er ekki ofsögum sagt að allt hafi orðið brjálað þegar þeir mættu til landsins en sjá má svipmyndir af brjálæðinu í spilaranum hér að neðan. Ekkert breyst á aldarfjórðungi Einar Örn Benediktsson, oftast kenndur við Sykurmolana, hefur þekkt Albarn í áratugaraðir. Hann segir vin sinn alveg óbreyttan frá því að hann tróð upp í Laugardalshöll fyrir 25 árum síðan. „Nei, mér finnst hann ekki hafa breyst neitt. Hann hefur ennþá þennan óbilandi kraft og frumsköpun og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur ekkert breyst, hann er bara okkar Damon, segir Einar Örn. Þá segir hann Albarn hafa tekið ástfóstri við Ísland og að hann elski Ísland á sama hátt og við hin, enda sé hann nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Reiddi fram tilfinningar sínar til Esjunnar Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld kom að því að skapa tónlistina sem flutt var í Eldborg í kvöld. Sjálf Esjan var listagyðja Albarns og innblástur þegar hann samdi tónlistina. „Ég held að hann hafi verið að reyna, upprunalega, að fanga stemninguna sem hann upplifði þegar hann leit út um stofugluggann sinn og sá Esjuna blasa við. Þannig hann bauð fullt af spunahljóðfæraleikurum til að koma heim til sín í stofu og reyna að túlka það í tónum og hljóðum. Það er held ég það sem er að gerast hér, það er verið að reiða það fram í einhvers konar mynd, þessar tilfinningar sem hann upplifir,“ segir Bergrún. Tónlist Reykjavík Menning Harpa Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Í kvöld voru allir salir Hörpu nýttir undir tónlistarflutning, Friðrik Dór steig á svið og Daníel Bjarnason stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hún frumflutti nýtt verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, Glerhjalla, og CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þó er öruggt að fullyrða, án þess að hallað sé á nokkurn, að Damon Albarn hafi verið aðalnúmerið í Hörpu í kvöld. Hann steig á svið hér á landi í fyrsta sinn í 25 ár, þrátt fyrir að hafa búið í Grafarvogi um árabil og að vera íslenskur ríkisborgari. Damon Albarn hafði komið í stuttar heimsóknir til Íslands áður en hann kom í hina einu sönnu, til að halda tónleika með Blur í Laugardalshöll. Það er ekki ofsögum sagt að allt hafi orðið brjálað þegar þeir mættu til landsins en sjá má svipmyndir af brjálæðinu í spilaranum hér að neðan. Ekkert breyst á aldarfjórðungi Einar Örn Benediktsson, oftast kenndur við Sykurmolana, hefur þekkt Albarn í áratugaraðir. Hann segir vin sinn alveg óbreyttan frá því að hann tróð upp í Laugardalshöll fyrir 25 árum síðan. „Nei, mér finnst hann ekki hafa breyst neitt. Hann hefur ennþá þennan óbilandi kraft og frumsköpun og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur ekkert breyst, hann er bara okkar Damon, segir Einar Örn. Þá segir hann Albarn hafa tekið ástfóstri við Ísland og að hann elski Ísland á sama hátt og við hin, enda sé hann nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Reiddi fram tilfinningar sínar til Esjunnar Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld kom að því að skapa tónlistina sem flutt var í Eldborg í kvöld. Sjálf Esjan var listagyðja Albarns og innblástur þegar hann samdi tónlistina. „Ég held að hann hafi verið að reyna, upprunalega, að fanga stemninguna sem hann upplifði þegar hann leit út um stofugluggann sinn og sá Esjuna blasa við. Þannig hann bauð fullt af spunahljóðfæraleikurum til að koma heim til sín í stofu og reyna að túlka það í tónum og hljóðum. Það er held ég það sem er að gerast hér, það er verið að reiða það fram í einhvers konar mynd, þessar tilfinningar sem hann upplifir,“ segir Bergrún.
Tónlist Reykjavík Menning Harpa Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning