Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Snorri Másson skrifar 10. mars 2022 20:30 Mægðurnar Anna Dymaretska og Olena Zablocka verja lunganum úr hverjum degi við símann, í sambandi við vini og vandamenn heima í Úkraínu. Stöð 2/Arnar Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. Fyrir nokkrum vikum var lífið á Íslandi eðlilegt. Anna fór stundum með dóttur sína í heimsókn til ömmu í næsta húsi og þær fylgdust með heimalandinu Úkraínu úr fjarlægð. Þær höfðu ekki endilega á stefnuskránni að snúa aftur til Úkraínu, en nú er ekkert eins og það var. „Ég þekki marga brottflutta sem hafa hugsað sig tvisvar um eftir að þetta hófst allt. Sem nú vilja helst fara aftur heim og taka þátt í að byggja landið okkar aftur upp. Þetta var ekki besti staðurinn til að lifa og það voru ýmis vandamál en þegar þetta gerðist breyttist allt. Við urðum svo sterk saman, við sameinuðumst, og nú erum við sterkari en nokkru sinni fyrr,“ segir Anna Dymaretska. Mæðgurnar hafa hrundið af stað söfnun á meðal Íslendinga fyrir Úkraínumenn. Þær segja að ákveðin tortryggni hafi ríkt gagnvart aðgerðum af sama toga og lofa því gagnsæi - endurskoðandi fer yfir reikningana. Þetta snýst um að koma nauðsynjum til venjulegs fólks. „Við erum að búa til þennan reikning til þess að hjálpa fólki að komast af í þessari ömurlegu stöðu. En það er samt þannig að vinir mínir úti hafa eina einfalda ósk; friðsælan himin fyrir ofan sig,“ segir Olena Zablocka. Svetlana, til vinstri, kom til Íslands í byrjun mars. Hún er amma Elenóru, í fanginu á móður sinni Önnu í miðjunni. Til hægri er hin amman, Olena.Stöð 2/Arnar Tengdamóðirin kom heim í sjokki Olena og Anna hafa verið hér frá 2012 og 2014. Olena vinnur í Costco, eins og eiginmaður Önnu. Móðir hans, Svetlana, komst út úr Úkraínu í byrjun mánaðar þegar stríðið var nýskollið á. Upphaflega vildi hún ekki fara en sonur hennar og fjölskylda drifu hana úr landi. Svetlana er enn í sjokki, en Anna segir þunga sektarkennd hrjá þá Úkraínumenn sem horfa á stríðið úr öruggri fjarlægð. „Sérstaklega þeir sem hafa upplifað þennan hrylling stríðsins en komist burt til útlanda strax í byrjun. Þau þjást svo mikið,“ segir Anna. Maðurinn þinn er hér, hann er frá Úkraínu. Finnst honum að hann ætti að fara til Úkraínu og berjast? „Já, hann hefur átt í mikilli innri baráttu um það hvort hann ætti að fara eða vera áfram hér.“ Þú vilt ekki að hann fari. „Nei, auðvitað ekki.“ Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum var lífið á Íslandi eðlilegt. Anna fór stundum með dóttur sína í heimsókn til ömmu í næsta húsi og þær fylgdust með heimalandinu Úkraínu úr fjarlægð. Þær höfðu ekki endilega á stefnuskránni að snúa aftur til Úkraínu, en nú er ekkert eins og það var. „Ég þekki marga brottflutta sem hafa hugsað sig tvisvar um eftir að þetta hófst allt. Sem nú vilja helst fara aftur heim og taka þátt í að byggja landið okkar aftur upp. Þetta var ekki besti staðurinn til að lifa og það voru ýmis vandamál en þegar þetta gerðist breyttist allt. Við urðum svo sterk saman, við sameinuðumst, og nú erum við sterkari en nokkru sinni fyrr,“ segir Anna Dymaretska. Mæðgurnar hafa hrundið af stað söfnun á meðal Íslendinga fyrir Úkraínumenn. Þær segja að ákveðin tortryggni hafi ríkt gagnvart aðgerðum af sama toga og lofa því gagnsæi - endurskoðandi fer yfir reikningana. Þetta snýst um að koma nauðsynjum til venjulegs fólks. „Við erum að búa til þennan reikning til þess að hjálpa fólki að komast af í þessari ömurlegu stöðu. En það er samt þannig að vinir mínir úti hafa eina einfalda ósk; friðsælan himin fyrir ofan sig,“ segir Olena Zablocka. Svetlana, til vinstri, kom til Íslands í byrjun mars. Hún er amma Elenóru, í fanginu á móður sinni Önnu í miðjunni. Til hægri er hin amman, Olena.Stöð 2/Arnar Tengdamóðirin kom heim í sjokki Olena og Anna hafa verið hér frá 2012 og 2014. Olena vinnur í Costco, eins og eiginmaður Önnu. Móðir hans, Svetlana, komst út úr Úkraínu í byrjun mánaðar þegar stríðið var nýskollið á. Upphaflega vildi hún ekki fara en sonur hennar og fjölskylda drifu hana úr landi. Svetlana er enn í sjokki, en Anna segir þunga sektarkennd hrjá þá Úkraínumenn sem horfa á stríðið úr öruggri fjarlægð. „Sérstaklega þeir sem hafa upplifað þennan hrylling stríðsins en komist burt til útlanda strax í byrjun. Þau þjást svo mikið,“ segir Anna. Maðurinn þinn er hér, hann er frá Úkraínu. Finnst honum að hann ætti að fara til Úkraínu og berjast? „Já, hann hefur átt í mikilli innri baráttu um það hvort hann ætti að fara eða vera áfram hér.“ Þú vilt ekki að hann fari. „Nei, auðvitað ekki.“ Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719
Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48