Innlent

Tveir karl­menn á átt­ræðis­aldri með Co­vid-19 létust á Land­spítala

Atli Ísleifsson skrifar
64 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19.
64 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Vísir/Vilhelm

Tveir karlmenn á áttræðisaldri með Covid-19 létust á gjörgæsludeild Landspítalans í gær.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Í gær var sagt frá því að kona á sextugsaldri með Covid-19 hefði látist á spítalanum á sunnudaginn.

Á vefnum covid.is sagði í gær að 71 hefði látist á Íslandi vegna Covid-19. Því hafa nú 73 látist hið minnsta.

64 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 67 ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×