Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2022 16:14 Sólveig Anna lætur Halldóru Sveinsdóttur, 3. varaforseta ASÍ og formann stéttarfélagsins Bárunnar hafa það óþvegið í pistli á Facebooksíðu sinni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af,“ segir Sólveig Anna. Tilefni orða hennar er viðtal mbl.is við Halldóru, sem er að auki formaður stéttarfélagsins Bárunnar, en henni er brugðið vegna „frétta af fjármálum Eflingar og segir að ef niðurstaðan þar innanhúss verður sú að um fjárdrátt hafi verið að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar,“ segir í frétt Freys Bjarnasonar á mbl.is. Halldóra tjáir sig vegna kostnaðar við vefsíðu Eflingar, 20 milljóna króna en uppfærslu hennar annaðist Andri Sigurðsson. Halldóra er þess fullviss að þar sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Hið eina grugguga í málinu að mati Sólveigar Önnu er það sem hún kallar viðbjóðslega aðför sem „nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga),“ segir Sólveig Anna. Og reynir ekki að leyna því að henni er heitt í hamsi. Sólveig Anna segir Halldóru ekki hafa neitt í höndum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar: „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ Miðað við tóninn í þeim sem fara fyrir verkalýðsfélögum landsins er ljóst að það stefnir í verulegar væringar innan verkalýðshreyfingarinnar áður en hún sest niður til samninga við forsvarsmenn atvinnulífsins. Þar eru ýmis mál óuppgerð. Sólveig Anna og hennar fólk sækir það nú fast að formannskipti verði áður en til aðalfundar Starfsgreinasambandsins kemur. Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
„Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af,“ segir Sólveig Anna. Tilefni orða hennar er viðtal mbl.is við Halldóru, sem er að auki formaður stéttarfélagsins Bárunnar, en henni er brugðið vegna „frétta af fjármálum Eflingar og segir að ef niðurstaðan þar innanhúss verður sú að um fjárdrátt hafi verið að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar,“ segir í frétt Freys Bjarnasonar á mbl.is. Halldóra tjáir sig vegna kostnaðar við vefsíðu Eflingar, 20 milljóna króna en uppfærslu hennar annaðist Andri Sigurðsson. Halldóra er þess fullviss að þar sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Hið eina grugguga í málinu að mati Sólveigar Önnu er það sem hún kallar viðbjóðslega aðför sem „nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga),“ segir Sólveig Anna. Og reynir ekki að leyna því að henni er heitt í hamsi. Sólveig Anna segir Halldóru ekki hafa neitt í höndum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar: „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ Miðað við tóninn í þeim sem fara fyrir verkalýðsfélögum landsins er ljóst að það stefnir í verulegar væringar innan verkalýðshreyfingarinnar áður en hún sest niður til samninga við forsvarsmenn atvinnulífsins. Þar eru ýmis mál óuppgerð. Sólveig Anna og hennar fólk sækir það nú fast að formannskipti verði áður en til aðalfundar Starfsgreinasambandsins kemur.
Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54