Innlent

Tjáir sig ekki um meinta upp­sögn

Árni Sæberg skrifar
Óskar Örn Ágústsson er fjármálastjóri Eflingar.
Óskar Örn Ágústsson er fjármálastjóri Eflingar. Samsett

Heimildir fréttastofu herma að Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri Eflingar hafi sagt upp störfum. Óskar Örn neitar að tjá sig um málið.

Ólga hefur verið innan Eflingar eftir ummæli Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanns Eflingar, um ráðstöfun fjármuna félagsins á fundi trúnaðarráðs. Heimildir fréttastofu herma að Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri félagsins, hafi nú sagt upp störfum. Mbl greindi fyrst frá.

Vísir náði tali af Óskari Erni á meðan hann var í sunnudagsgöngutúr en hann neitar að tjá sig um málið.

Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekkert geta staðfest um meinta uppsögn Óskars að svo stöddu, í samtali við Vísi.

Þá segist Agnieszka Ewa ekki geta tjáð sig um málið.

Hafi gert ólögmætan samning um vefsíðugerð

Heimildir fréttastofu herma að umrædd ummæli Agnieszku Ewu hafi varðað samning sem gerður var við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Facebook-síðu Jæja-hópsins. Samningurinn er sagður hafa snúist um vefsíðugerð og kostnaður við hann hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna.

Svo virðist sem Agnieszka hafi á fundinum ýjað að því að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×