Vaktin: „Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu“ Hólmfríður Gísladóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 6. mars 2022 07:56 Hermaður í Úkraínu aðstoðar eldri konu í bænum Irpin í dag. Vísir/AP Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem Úkraínumenn freista þess nú að verja nokkrar lykilborgir á sama tíma og Rússar sækja hart fram. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann gagnrýndi þögn Vesturlanda vegna orða varnarmálaráðuneytis Rússa um árásir á varnarinnviði Úkraínu. Hann sagði dirfsku Rússa skýrt merki um að þvinganir Vesturlandaþjóða væru ekki að virka. Byrjað er að ræða við Úkraínumenn sem hafa yfirgefið heimkynni sín vegna mögulegra stríðsglæpa Rússa. Íbúar bæjarins Irpin lentu í miðri sprengjuárás Rússa þegar þeir flúðu heimili sín í dag. Átta almennir borgarar féllu í árásunum. Þúsundir mótmælenda voru handteknir í Rússlandi í dag þar sem hernaði Rússa í Úkraínu var mótmælt Úkraínski herinn segir meira en 11 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum. Um það bil 285 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir, 48 þyrlur og 44 flugvélar. Almennir borgarar eru sagðir hafa látist þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðabyggð í Zhytomyr, um það bil 140 kílómetra norðvestur af Kænugarði, og á bæinn Korosten. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddu saman í nótt. Umræðuefnið var aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu og refsiaðgerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann gagnrýndi þögn Vesturlanda vegna orða varnarmálaráðuneytis Rússa um árásir á varnarinnviði Úkraínu. Hann sagði dirfsku Rússa skýrt merki um að þvinganir Vesturlandaþjóða væru ekki að virka. Byrjað er að ræða við Úkraínumenn sem hafa yfirgefið heimkynni sín vegna mögulegra stríðsglæpa Rússa. Íbúar bæjarins Irpin lentu í miðri sprengjuárás Rússa þegar þeir flúðu heimili sín í dag. Átta almennir borgarar féllu í árásunum. Þúsundir mótmælenda voru handteknir í Rússlandi í dag þar sem hernaði Rússa í Úkraínu var mótmælt Úkraínski herinn segir meira en 11 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum. Um það bil 285 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir, 48 þyrlur og 44 flugvélar. Almennir borgarar eru sagðir hafa látist þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðabyggð í Zhytomyr, um það bil 140 kílómetra norðvestur af Kænugarði, og á bæinn Korosten. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddu saman í nótt. Umræðuefnið var aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu og refsiaðgerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira