Vaktin: „Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu“ Hólmfríður Gísladóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 6. mars 2022 07:56 Hermaður í Úkraínu aðstoðar eldri konu í bænum Irpin í dag. Vísir/AP Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem Úkraínumenn freista þess nú að verja nokkrar lykilborgir á sama tíma og Rússar sækja hart fram. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann gagnrýndi þögn Vesturlanda vegna orða varnarmálaráðuneytis Rússa um árásir á varnarinnviði Úkraínu. Hann sagði dirfsku Rússa skýrt merki um að þvinganir Vesturlandaþjóða væru ekki að virka. Byrjað er að ræða við Úkraínumenn sem hafa yfirgefið heimkynni sín vegna mögulegra stríðsglæpa Rússa. Íbúar bæjarins Irpin lentu í miðri sprengjuárás Rússa þegar þeir flúðu heimili sín í dag. Átta almennir borgarar féllu í árásunum. Þúsundir mótmælenda voru handteknir í Rússlandi í dag þar sem hernaði Rússa í Úkraínu var mótmælt Úkraínski herinn segir meira en 11 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum. Um það bil 285 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir, 48 þyrlur og 44 flugvélar. Almennir borgarar eru sagðir hafa látist þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðabyggð í Zhytomyr, um það bil 140 kílómetra norðvestur af Kænugarði, og á bæinn Korosten. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddu saman í nótt. Umræðuefnið var aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu og refsiaðgerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann gagnrýndi þögn Vesturlanda vegna orða varnarmálaráðuneytis Rússa um árásir á varnarinnviði Úkraínu. Hann sagði dirfsku Rússa skýrt merki um að þvinganir Vesturlandaþjóða væru ekki að virka. Byrjað er að ræða við Úkraínumenn sem hafa yfirgefið heimkynni sín vegna mögulegra stríðsglæpa Rússa. Íbúar bæjarins Irpin lentu í miðri sprengjuárás Rússa þegar þeir flúðu heimili sín í dag. Átta almennir borgarar féllu í árásunum. Þúsundir mótmælenda voru handteknir í Rússlandi í dag þar sem hernaði Rússa í Úkraínu var mótmælt Úkraínski herinn segir meira en 11 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum. Um það bil 285 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir, 48 þyrlur og 44 flugvélar. Almennir borgarar eru sagðir hafa látist þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðabyggð í Zhytomyr, um það bil 140 kílómetra norðvestur af Kænugarði, og á bæinn Korosten. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddu saman í nótt. Umræðuefnið var aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu og refsiaðgerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira