Innlent

Anna Sig­ríður leiðir Sam­fylkinguna í Mos­fells­bæ

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mosfellsbær
Mosfellsbær Vísir/Vilhelm

Anna Sigríður Guðnadóttir mun leiða lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ en tillaga þar að lútandi var samþykkt einróma á fundi uppstillinganefndar í dag.

Anna Sigríður, sem er sitjandi bæjarfulltrúi, hefur verið oddviti Samfylkingarinnar síðan 2014. Annað sæti listans skipar Ólafur Óskarsson, varabæjarfulltrúi og kerfisfræðingur og í þriðja sæti situr Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt.

Samfylkingin hlaut tæplega 10% fylgi í bæjarstjórnarkosningunum í Mosfellsbæ árið 2018 og tapaði þá einum manni frá því í kosningunum árið 2014. 

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir skipa meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.