Úkraínska þjóðfánanum flaggað við Ölfusárbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. mars 2022 20:30 Bohdana Vasyliuk og Árni, sem búa á Selfossi. Þau finna fyrir miklum hlýhug í bæjarfélaginu vegna ástandsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona frá Úkraínu, sem búsett er á Selfossi segist vera mjög reið út í Pútín og pólitíkina hans. Úkraínskum fána hefur verið flaggað við Ölfusárbrú. Bohdana Vasyliuk, sem er fædd og uppalinn í Úkraínu hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár með íslensku manni, Árna Hilmarssyni. Saman eiga þau níu ára strák. Bohdan vinnur á leikskóla á Selfossi og er alsæl að eiga heima á Íslandi á sama tíma og stríð geisar í heimalandi hennar. Hún og Árni finna fyrir miklum hlýhug fólks á þessum erfiðu tímum. En eins og gefur að skilja þá eru þau alltaf að hugsa um stríðið. „Mér líður ekki vel, ég er með brotið hjarta og er alltaf að hugsa um fjölskylduna mína í Úkraínu, mömmu, pabba, bróðir minn og barnið hans. Þetta er ekki gott, þetta er bara bull, stríð gerir allt vont fyrir allt fólk og heiminn,“ segir Bohdana Fjölskylda Bohdönu hefur komið í heimsókn til Íslands og ferðast um landið. Hún segir óbærilegt að vita af þeim úti núna í stríðinu. En hverju spáir hún um framhaldið? „Ég held að það verði meira og meira, alla daga verður meira stríð, meira verið að skjóta og meira verið að sprengja, þetta er ekki að fara að stoppa,“ segir hún ákveðin. Bohdana með pabba sínu, bróður og syni þeirra Árna við Skógafoss en fjölskylda Bohdönu býr í Úkraínu.Aðsend Árni er sammála konu sinni. „Hann mun ekkert stoppa, hann mun halda áfram, hann mun taka Úkraínu. Hann muni bara fara í næstu lönd. Já, ég er alveg 100 prósent viss um það. Maður er sár, svekktur og aumur, ég held að reiðin komi seinna, maður á ekki orð, maður skilur þetta ekki,“ segir Árni. Bohdana og Árni lánuðu Sveitarfélaginu Árborg Úkraínska þjóðfánann sinn, sem blaktir nú við hún alla daga á fánastöng við Ölfusárbrú. Úkraínska þjóðfánanum hefur verið flaggað við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Bohdana Vasyliuk, sem er fædd og uppalinn í Úkraínu hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár með íslensku manni, Árna Hilmarssyni. Saman eiga þau níu ára strák. Bohdan vinnur á leikskóla á Selfossi og er alsæl að eiga heima á Íslandi á sama tíma og stríð geisar í heimalandi hennar. Hún og Árni finna fyrir miklum hlýhug fólks á þessum erfiðu tímum. En eins og gefur að skilja þá eru þau alltaf að hugsa um stríðið. „Mér líður ekki vel, ég er með brotið hjarta og er alltaf að hugsa um fjölskylduna mína í Úkraínu, mömmu, pabba, bróðir minn og barnið hans. Þetta er ekki gott, þetta er bara bull, stríð gerir allt vont fyrir allt fólk og heiminn,“ segir Bohdana Fjölskylda Bohdönu hefur komið í heimsókn til Íslands og ferðast um landið. Hún segir óbærilegt að vita af þeim úti núna í stríðinu. En hverju spáir hún um framhaldið? „Ég held að það verði meira og meira, alla daga verður meira stríð, meira verið að skjóta og meira verið að sprengja, þetta er ekki að fara að stoppa,“ segir hún ákveðin. Bohdana með pabba sínu, bróður og syni þeirra Árna við Skógafoss en fjölskylda Bohdönu býr í Úkraínu.Aðsend Árni er sammála konu sinni. „Hann mun ekkert stoppa, hann mun halda áfram, hann mun taka Úkraínu. Hann muni bara fara í næstu lönd. Já, ég er alveg 100 prósent viss um það. Maður er sár, svekktur og aumur, ég held að reiðin komi seinna, maður á ekki orð, maður skilur þetta ekki,“ segir Árni. Bohdana og Árni lánuðu Sveitarfélaginu Árborg Úkraínska þjóðfánann sinn, sem blaktir nú við hún alla daga á fánastöng við Ölfusárbrú. Úkraínska þjóðfánanum hefur verið flaggað við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira