Þrjú og hálft ár fyrir manndráp af gáleysi í Vindakórsmálinu Árni Sæberg skrifar 5. mars 2022 13:29 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Dumitru Calin hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi fyrir utan heimili hans í Vindakór í fyrra, auk marvíslegra annarra brota. Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að fljótlega hafi vaknað grunur um að Dumitru Calin hafi átt hlut að máli þegar Daníel slasaðist. Hann hafi verið handtekinn sama dag og Daníel lést af sárum sínum. Að lokinni rannsókn lögreglu var Dumitro ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Málsatvik voru þau að Dumitro ók bifreið sinni á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða sem leið lá út úr innkeyrslu fyrir framan Vindakór 2, þrátt fyrir að Daníel hafi hangið í hliðarrúðu bílsins. Þannig drógst eða hljóp Daníel með bílnum minnst um fjórtán metra þar til hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðhögg sem dró hann til dauða daginn eftir. Dumitru ók bifreiðinni af vettvangi án þess að athuga með líðan Daníels. Dumitru krafðist sýknu af ákærum saksóknara með vísan til þess að hann bæri ekki ábyrgð á þvi hvernig fór sem og að skilyrði neyðarvarnar hafi átt við. Hann segir Daníel hafa staðið í hótunum við sig og ráðist að sér með haglabyssu. Þá hafi Daníel verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu en hann sagði jafnframt fyrir dómi að tilgangur heimsóknar hans til Daníels hafi verið að kaupa af honum fíkniefni. Niðurstaða héraðsdóms var að Dumitru hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Þá hafi neyðarvarnarsjónarmið ekki átt við. Búðarhnupl og umferðarlagabrot Ákæra á hendur Dumitru var margþætt og tók einnig til þjófnaðar á fjölda Iphone-síma úr verslun Símans, hnupli úr Byko, fjársvika, með því að hafa tekið út pening af korti annars manns í heimildarleysi og fjölda umferðarlagabrota. Dumitro var dæmdur sekur allt það sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar. Þá skal hann greiða foreldrum eina og hálfa milljón króna, hvoru um sig, í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í útfararkostnað. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, rúmlega fimm milljónir króna og annan sakarkostnað, ríflega tvær og hálfa milljón króna. Dómsmál Kópavogur Mannslát í Vindakór Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að fljótlega hafi vaknað grunur um að Dumitru Calin hafi átt hlut að máli þegar Daníel slasaðist. Hann hafi verið handtekinn sama dag og Daníel lést af sárum sínum. Að lokinni rannsókn lögreglu var Dumitro ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Málsatvik voru þau að Dumitro ók bifreið sinni á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða sem leið lá út úr innkeyrslu fyrir framan Vindakór 2, þrátt fyrir að Daníel hafi hangið í hliðarrúðu bílsins. Þannig drógst eða hljóp Daníel með bílnum minnst um fjórtán metra þar til hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðhögg sem dró hann til dauða daginn eftir. Dumitru ók bifreiðinni af vettvangi án þess að athuga með líðan Daníels. Dumitru krafðist sýknu af ákærum saksóknara með vísan til þess að hann bæri ekki ábyrgð á þvi hvernig fór sem og að skilyrði neyðarvarnar hafi átt við. Hann segir Daníel hafa staðið í hótunum við sig og ráðist að sér með haglabyssu. Þá hafi Daníel verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu en hann sagði jafnframt fyrir dómi að tilgangur heimsóknar hans til Daníels hafi verið að kaupa af honum fíkniefni. Niðurstaða héraðsdóms var að Dumitru hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Þá hafi neyðarvarnarsjónarmið ekki átt við. Búðarhnupl og umferðarlagabrot Ákæra á hendur Dumitru var margþætt og tók einnig til þjófnaðar á fjölda Iphone-síma úr verslun Símans, hnupli úr Byko, fjársvika, með því að hafa tekið út pening af korti annars manns í heimildarleysi og fjölda umferðarlagabrota. Dumitro var dæmdur sekur allt það sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar. Þá skal hann greiða foreldrum eina og hálfa milljón króna, hvoru um sig, í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í útfararkostnað. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, rúmlega fimm milljónir króna og annan sakarkostnað, ríflega tvær og hálfa milljón króna.
Dómsmál Kópavogur Mannslát í Vindakór Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira