Innlent

Von á nýjum for­manni Starfs­greina­sam­bandsins

Árni Sæberg skrifar
Björn Snæbjörnsson er fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson er fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm

Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár.

Á 8. þingi Starfsgreinasambandsins, sem fram fer í Hofi á Akureyri dagana 23. - 25. mars, verður kosið til formanns, varaformanns og framkvæmdastjórnar sambandsins. Ljóst er að kosið verður um nýjan formann eftir tólf ára setu fráfarandi formanns.

„Ég til­kynnti um þetta í vor inn­an okk­ar raða. Ég er orðinn 69 ára og bú­inn að vera formaður í tólf ár. Það er kom­inn tími til að láta ein­hverj­um öðrum þetta eft­ir,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið, sem greindi fyrst frá.

Björn er jafnframt formaður Einingar-Iðju og hyggst hann láta af því starfi að loknu núverandi kjörtímabili sem lýkur vorið 2023.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness tilkynnti um framboð sitt til formanns Starfsgreinasambandsins á vefsíðu VLFA á dögunum.

„Að undanförnu hefur hópur formanna innan SGS og fulltrúa sem munu sitja þingið haft samband við mig og skorað á mig að bjóða mig fram til formanns SGS,“ segir hann í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×