Innlent

Al­sæla finnist í kampa­víni

Árni Sæberg skrifar
MDMA hefur fundist í kampavínsflöskum í Evrópu.
MDMA hefur fundist í kampavínsflöskum í Evrópu. Samsett/Getty

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um tilvik þar sem kampavíni hefur verið skipt út fyrir vímuefnið alsælu eða MDMA í þriggja lítra flöskum merktum Moét & Chandon Ice Imperial. Einn hefur látist við að drekka úr slíkri flösku en kampavínið er ekki selt hér á landi.

Um er að ræða flöskur frá árinu 2017 en í Hollandi og Þýskalandi hefur fólk veikst og einn látist eftir að innbyrða alsælu úr flösku sem átti að innihalda dýrindis kampavín.

Matvælastofnun varar við þessu kampavíni sem er þó ekki til sölu á Íslandi, að því er segir í tilkynningu frá stofnuninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×