Engin ástæða til að hamstra joðtöflur vegna ástandsins í Úkraínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2022 17:55 Geislavarnir ríkisins Vísir/Vilhelm Engin ástæða er til þess að hamstra joðtöflur hér á landi vegna stríðsástandins í Úkraínu, jafn vel þó að svo illa færi að kjarnavopni yrði beitt á svæðinu. Þetta segir Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna Ríkisins sem ræddi mögulega kjarnorkuvá vegna stríðsins í Úkraínu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fregnir hafa borist af því að aukin geislavirkni hafi mælst í grennd við kjarnorkuverið í Tjernobyl vegna umferðar rússneskra hersveita á svæðinu sem lokað var eftir kjarnorkuslysið árið 1986. Sigurður segir þessi aukna geislun sé tímabundin og muni hverfa á skömmum tíma. „Svæðið er akkúrat þar sem er best fyrir skriðdreka sveitirnar að fara yfir og það er alveg rétt að þegar þær fóru yfir þetta svæði þá þyrlaðist upp heilmikið af geislavirkum efnum upp í loftið. Það hefur mælst aukin geislun í næsta nágrenni lokaða svæðisins. Þessi aukning á geislavirkni á lokaða svæðinu hún er bara tímabundin og mun hverfa á skömmum tíma. Það er þannig að við getum fylgst með geisluninni á þessum svæðum,“ sagði Sigurður en einnig var rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um mögulegar viðbragðsáætlanir breiðist stríðsátökin enn frekar út. Fregnir hafa einnig borist af því að joðtöflur hafi rokið út úr apótekum hér á landi, ekki síst eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að hann hefði sett kjarnorkusveitir rússneska hersins í viðbragðsstöðu. Mikil fjarlægð þýðir mikil þynning Sigurður segir að það sé niðurstaða Geislavarna ríkisins og annarra samráðsaðila að engin þörf sé á því að fólk hér á landi taki inn joðtöflur. Joðtöflur verja skjaldkirtilinn fyrir geislun „Við eigum mjög erfitt með að sjá fyrir okkur að það gæti orðið nokkrar þær aðstæður á Íslandi þó svo að kjarnavopni yrði neitt í Úkraínu að það kallaði á þörf fyrir að fólk tæki inn joðtöflur,“ sagði Sigurður. „Ef að við hugsum þetta svona aðeins upphátt að ef að það springur kjarnavopn í Úkraínu þá er gríðarlega mikið af geislavirkum efnum sem fara út í umhverfið. Þau munu síðan berast með veðri og vindum til nálægra landa og við höfum reynsluna frá Tsjernobyl.“ Bílalest Rússa á Krímskaga.Vísir/AP Mikið púður er lagt í mælingu á geislun og sagði Sigurður að miðað við reynsluna frá Tsjernobyl mætti gera ráð fyrir að ef kjarnavopni yrði beitt myndi einhver geislun hér mælast fyrst að lá sgmarki fimm dögum síðar. „En við verðum að hafa í huga að fjarlægðin er gríðarlega mikil og þynningin er gríðarleg. Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þótt kjarnavopni yrði beitt í Úkraínu myndi það kalla á sérstakar varúðarráðstafanir á Íslandi en við fylgjust mjög grannt með öllu sem er að gerast á svæðinu.“ Það er engin ástæða til þess að hamstra joðtöflur á Íslandi? „Við sjáum ekki ástæðu til þess miðað við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi.“ Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þetta segir Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna Ríkisins sem ræddi mögulega kjarnorkuvá vegna stríðsins í Úkraínu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fregnir hafa borist af því að aukin geislavirkni hafi mælst í grennd við kjarnorkuverið í Tjernobyl vegna umferðar rússneskra hersveita á svæðinu sem lokað var eftir kjarnorkuslysið árið 1986. Sigurður segir þessi aukna geislun sé tímabundin og muni hverfa á skömmum tíma. „Svæðið er akkúrat þar sem er best fyrir skriðdreka sveitirnar að fara yfir og það er alveg rétt að þegar þær fóru yfir þetta svæði þá þyrlaðist upp heilmikið af geislavirkum efnum upp í loftið. Það hefur mælst aukin geislun í næsta nágrenni lokaða svæðisins. Þessi aukning á geislavirkni á lokaða svæðinu hún er bara tímabundin og mun hverfa á skömmum tíma. Það er þannig að við getum fylgst með geisluninni á þessum svæðum,“ sagði Sigurður en einnig var rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um mögulegar viðbragðsáætlanir breiðist stríðsátökin enn frekar út. Fregnir hafa einnig borist af því að joðtöflur hafi rokið út úr apótekum hér á landi, ekki síst eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að hann hefði sett kjarnorkusveitir rússneska hersins í viðbragðsstöðu. Mikil fjarlægð þýðir mikil þynning Sigurður segir að það sé niðurstaða Geislavarna ríkisins og annarra samráðsaðila að engin þörf sé á því að fólk hér á landi taki inn joðtöflur. Joðtöflur verja skjaldkirtilinn fyrir geislun „Við eigum mjög erfitt með að sjá fyrir okkur að það gæti orðið nokkrar þær aðstæður á Íslandi þó svo að kjarnavopni yrði neitt í Úkraínu að það kallaði á þörf fyrir að fólk tæki inn joðtöflur,“ sagði Sigurður. „Ef að við hugsum þetta svona aðeins upphátt að ef að það springur kjarnavopn í Úkraínu þá er gríðarlega mikið af geislavirkum efnum sem fara út í umhverfið. Þau munu síðan berast með veðri og vindum til nálægra landa og við höfum reynsluna frá Tsjernobyl.“ Bílalest Rússa á Krímskaga.Vísir/AP Mikið púður er lagt í mælingu á geislun og sagði Sigurður að miðað við reynsluna frá Tsjernobyl mætti gera ráð fyrir að ef kjarnavopni yrði beitt myndi einhver geislun hér mælast fyrst að lá sgmarki fimm dögum síðar. „En við verðum að hafa í huga að fjarlægðin er gríðarlega mikil og þynningin er gríðarleg. Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þótt kjarnavopni yrði beitt í Úkraínu myndi það kalla á sérstakar varúðarráðstafanir á Íslandi en við fylgjust mjög grannt með öllu sem er að gerast á svæðinu.“ Það er engin ástæða til þess að hamstra joðtöflur á Íslandi? „Við sjáum ekki ástæðu til þess miðað við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi.“
Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35
Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49
Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46