Innlent

Eldsvoði í Auðbrekku

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á húsnæðinu. 
Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á húsnæðinu.  MYND/Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsnæði að Auðbrekku fjögur í Kópavogi um klukkan þrjú í nótt. Fjórtán manns voru í húsnæðinu á tveimur hæðum og sluppu allir út. 

Að sögn slökkviliðs stóðu eldtungur út um glugga hússins, sem er iðnaðarhúsnæði, þegar slökkvilið bar að garði og mikill reykur var einnig sjáanlegur. Allir íbúar hússins voru komnir út af sjálfsdáðum og greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Reykkafarar fóru síðan um allt húsnæðið til að ganga úr skugga um að enginn væri enn inni. Strætó aðstoðaði við að koma íbúum í skjól í nótt og Rauði krossinn útvegaði fólkinu húsaskjól.

Að sögn slökkviliðs eru skemmdir á húsnæðinu töluverðar, en slökkvilið lauk störfum á staðnum um klukkan sex í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð

Aðsend

Aðsend

Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×