Eyþór segir það enga ögrun við Rússa að leggja til Kænugarðsstræti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2022 11:57 Eyþór vill feta í fótspor Dana sem lögðu nýverið til Úkraínugötu í stað Kristianiugötu. Meirihlutinn ákvað hins vegar að fresta afgreiðslu tillögunnar. Vísir/Vilhelm Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það á engan hátt ögrun við Rússa að leggja til að nafni Garðastrætis verði breytt í Kænugarðsstræti, þrátt fyrir að sendiráð þeirra standi við Garðastræti 33. Fyrst og fremst sé um stuðning við Úkraínu að ræða. „Nafnið Garðastræti er ansi nátengt nafninu Kænugarður þannig að það eru kannski þau hugrenningatengsl og þetta er miðsvæðis. En ef önnur gata hentar betur þá er það alveg opið,“ segir Eyþór. Eyþór bar upp tillögu sína fyrir skipulagsráð Reykjavíkurborgar í morgun, þar sem henni var raunar frestað. Fleiri þjóðir hafa lagt fram sambærilegar tillögur en nýverið lagði formaður Venstre í Danmörku til að Kristianiugade verði breytt í Úkraínugade. „Önnur lönd hafa skoðað sambærilegt varðandi Úkraínu en svo er það nú þekkt víða í Evrópu að nefna götur og torg eftir öðrum stöðum. Ef við tökum París sem dæmi, þar eru mörg torg sem hafa mjög sterk tengsl við atburði, og þetta er bara í anda þess,“ segir hann. „Þetta er engin ögrun enda ber ég mikla virðingu fyrir rússneskri þjóð. Þetta er líka mikill harmleikur fyrir hana að vera komin í þessi átök og ég skil vel að það sé erfitt þar líka.“ Hann segir að margt smátt geri eitt stórt og að mikilvægt sé að sýna samstöðu. „Ég hef heyrt frá tveimur íbúum við Garðastræti sem höfðu samband við mig og báðir voru mjög ánægðir með þetta. Annar þeirra er kona sem er fædd í Úkraínu og býr við Garðastræti og hún lýsti mikilli ánægju með þessa tillögu. Hinn hefur búið þarna lengur og ég hef bara heyrt jákvætt frá íbúum við götuna. Kænugarðsstræti sé bara fallegt nafn.“ Aðspurður hvers vegna tillögunni hafi verið frestað segir hann að meirihlutinn vilji skoða hana nánar. Erfitt sé að segja til um hvort hún verði samþykkt eða ekki. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
„Nafnið Garðastræti er ansi nátengt nafninu Kænugarður þannig að það eru kannski þau hugrenningatengsl og þetta er miðsvæðis. En ef önnur gata hentar betur þá er það alveg opið,“ segir Eyþór. Eyþór bar upp tillögu sína fyrir skipulagsráð Reykjavíkurborgar í morgun, þar sem henni var raunar frestað. Fleiri þjóðir hafa lagt fram sambærilegar tillögur en nýverið lagði formaður Venstre í Danmörku til að Kristianiugade verði breytt í Úkraínugade. „Önnur lönd hafa skoðað sambærilegt varðandi Úkraínu en svo er það nú þekkt víða í Evrópu að nefna götur og torg eftir öðrum stöðum. Ef við tökum París sem dæmi, þar eru mörg torg sem hafa mjög sterk tengsl við atburði, og þetta er bara í anda þess,“ segir hann. „Þetta er engin ögrun enda ber ég mikla virðingu fyrir rússneskri þjóð. Þetta er líka mikill harmleikur fyrir hana að vera komin í þessi átök og ég skil vel að það sé erfitt þar líka.“ Hann segir að margt smátt geri eitt stórt og að mikilvægt sé að sýna samstöðu. „Ég hef heyrt frá tveimur íbúum við Garðastræti sem höfðu samband við mig og báðir voru mjög ánægðir með þetta. Annar þeirra er kona sem er fædd í Úkraínu og býr við Garðastræti og hún lýsti mikilli ánægju með þessa tillögu. Hinn hefur búið þarna lengur og ég hef bara heyrt jákvætt frá íbúum við götuna. Kænugarðsstræti sé bara fallegt nafn.“ Aðspurður hvers vegna tillögunni hafi verið frestað segir hann að meirihlutinn vilji skoða hana nánar. Erfitt sé að segja til um hvort hún verði samþykkt eða ekki.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39