Innlent

Katrín fundar með Stoltenberg í Brussel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fundi Katrínar og Stoltenberg árið 2018.
Frá fundi Katrínar og Stoltenberg árið 2018. Getty Images/Dursun Aydemir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NATO.

Þá munu þau Stoltenberg og Katrín koma fram saman á blaðamannafundi í höfuðstöðvunum klukkan 15 að íslenskum tíma.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Katrín einnig funda með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu.

Katrín mun einnig ávarpa jafnréttisnefnd Evrópuþingsins á fimmtudaginn.

Staðan í Úkraínu verður vafalítið í brennidepli á fundum forsætisráðherra í Brussel.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×