Nokkuð oft hefur þurft að loka vegunum undanfarnar vikur vegna veðurs. Vísir/Vilhelm
Vegirnir um Hellisheiði og Þrengslin hafa nú opnað aftur en þeim var lokað í morgun sökum ófærðar. Hálka er þó á svæðinu.
Vetrafærð er nú víða á landinu og er hálka á vegum í öllum landshlutum.
Á Suðvesturlandi eru Krýsuvíkurvegur og vegurinn um Mosfellsheiði ófærir. Þá er ófært í Ísafirði og vegurinn um Dynjandisheiði lokaður en vegurinn um Suðavíkurhlíð var opnaður í morgun.
Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð lokaður og á Suðurlandi er ófært í Grafningsvegi og þungfært á Þingvallavegi.
Á morgun verða síðan varasamar aðstæður þegar bleytir ofan á ísaða vegi og er hætta á flughálku mjög víða.
Vegurinn um Hellisheiði er lokaður enn eina ferðina sökum ófærðar og sömu sögu er að segja um Þrengslin.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.