Innlent

Vegir um Hellis­heiði og Þrengsli lokaðir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá lokunarpósti á Suðurlandsvegi við borgarmörkin. Myndin er úr safni.
Frá lokunarpósti á Suðurlandsvegi við borgarmörkin. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Vegurinn um Hellisheiði er lokaður enn eina ferðina sökum ófærðar og sömu sögu er að segja um Þrengslin.

 Að sögn Vegagerðar á að athuga með Hellisheiðina klukkan kortér yfir átta. Fært er um Suðurstrandarveg en ófært um Krýsuvík. Einnig er ófært um Mosfellsheiðina. 

Á Vesturlandi er ófært um Bröttubrekku en annars þæfingsfærð eða snjóþekja á öðrum leiðum en ófært um Fróðárheiði. 

Á Vestfjörðum eru síðan flestallar leiðir ófærar, þæfingsfærð á Kleifaheiði, Hálfdán og Gemlufallsheiði. Lokað er um Dynjandisheiði og Súðavíkurhlíð en snjóflóðahætta er á síðarnefndu leiðinni.

 Á Suðurlandi er vegurinn frá Skaftafelli og að Jökulsárlóni lokaður vegna mikillar hálku og hvassviðris en þar er nú vestan stormur og gular viðvaranir í gildi fyrir Suðausturland og Austfirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×