Innlent

26 vilja sex efstu sætin á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Hildur Björnsdóttir vilja leiða lista flokksins. 
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Hildur Björnsdóttir vilja leiða lista flokksins.  Vísir

Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur birt lista yfir frambjóðendur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitastjórnarkosningar en alls vilja 26 einstaklingar sæti á lista flokksins, þrettán konur og þrettán karlar.

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi, vilja leiða lista flokksins fyrir komandi kosningar. Þær Hildur og Ragnhildur Alda mætast í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag.

Þá sækjast varaþingmennirnir Friðjón R. Friðjónsson og Kjartan Magnússon eftir öðru sæti á listanum, auk Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa. Birna Hafstein og Þorkell Sigurlaugsson sækjast síðan eftir öðru til þriðja sæti á listanum.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars næstkomandi.

Lista yfir alla frambjóðendur má finna hér fyrir neðan.

  • Baldur Borgþórsson
  • Birna Hafstein
  • Björn Gíslason
  • Egill Þór Jónsson
  • Friðjón R. Friðjónsson
  • Heiða Bergþóra Þórðardóttir
  • Helga Margrét Marzellíusardóttir
  • Helgi Áss Grétarsson
  • Herdís Anna Þorvaldsdóttir
  • Hildur Björnsdóttir
  • Ingibjörg Gréta Gísladóttir
  • Jórunn Pála Jónasdóttir
  • Kjartan Magnússon
  • Marta Guðjónsdóttir
  • Nína Margrét Grímsdóttir
  • Ólafur Kr. Guðmundsson
  • Ragnheiður J. Sverrisdóttir
  • Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
  • Róbert Aron Magnússon
  • Sandra Hlíf Ocares
  • Valgerður Sigurðardóttir
  • Viðar Helgi Guðjohnsen
  • Þorkell Sigurlaugsson
  • Þórður Gunnarsson
  • Þórður Kristjánsson
  • Örn Þórðarson

Tengdar fréttir

Ragnhildur Alda boðar oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hún fer þar upp á móti Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa, sem var í öðru sæti listans í síðustu kosningum.

Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag

Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×