„Ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki“ Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 14:30 Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Frá vinstri: Ingunn Haraldsdóttir, Lára Hafliðadóttir, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Lilja Valþórsdóttir og Ragna Björg Einarsdóttir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Um helgina voru endurvakin Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna með stofnfundi í Iðnó. Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1990 með því markmiði að auka jafnrétti kynjanna í íslenskri knattspyrnu en samtökin voru endurvakin með sama markmiði í huga. Anna Þorsteinsdóttir var kosin forseti samtakanna. Anna segir að þær konur sem stofnuðu samtökin fyrst árið 1990 þurftu virkilega að berjast fyrir lífi sínu innan knattspyrnunnar. Þó það sé ekki staðan núna þá er margt sem mætti bæta. „Það virðist vera uppsöfnuð þreyta á því að hlutirnir eru ekki alveg þar sem þeir ættu að vera. Það er óskiljanlegt ójafnrétti á ákveðnum stöðum,“ sagði Anna í viðtali við Vísi. „Hjá aðildarfélögum má nefna að sums staðar er mikið ósamræmi milli aðbúnaðar hjá kvenna og karlaflokkum. Svo má nefna dómaramálin en það er mikill launamunur á því hvort þú sért að dæma karla- eða kvennaleik. Það er ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki.“ Anna bendir á að margt hafi batnað í jafnrétti kynjanna á síðustu áratugum en betur má ef duga skal og nú sé kominn tími til að horfa meira heildstætt á hlutina frekar en að margir einstaklingar séu að vinna í þessu upp á eigin spýtur. „Það vantar herslumuninn. Það er ofboðslega mikill vilji fyrir því að auka jafnrétti en það vantar bara samstöðuna um að gera þetta svona strategískt og markvisst. Það er tilgangur samtakanna, að sameina alla einstaklinga sem vilja auka jafnrétti í knattspyrnu. Það er öllum boðið í samtökin sem vilja vinna í þessu. Við erum að sameina okkur þannig við getum gert þetta meira svona heildstætt frekar en að allir séu í sínu horni að spá í þessu.“ „Það eru allir búnir að vera að tala um þetta í minni hópum, að pirra sig á hinum og þessum hlutum. Við byrjuðum með lítinn hóp að tala um þetta en svo þegar við fórum meira að ræða þessa hluti utan hópsins þá kom í ljós að við erum eiginlega öll á sama máli, að rétta skrefið sé að endurvekja samtökin.“ „Það er ekki það að við upplifum okkur í einhverri vörn núna heldur er þetta frekar tækifærið okkar. Það er meðbyr með jafnrétti í samfélaginu. Við finnum alveg að vilji er fyrir því að bæta úr þessu.“ Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu fyrir stofnfundinn á föstudeginum fengið hátt í 350 skráningar í samtökin. Anna hvetur alla sem hafa áhuga á því að skrá sig. „Við ákvöðum bara að opna samtökin. Við erum bara búinn að átta okkur á því, það hefur ekkert með kyn að gera hverjir vilja bæta hag samtakanna. Við höfðuðum fyrst til eldri fyrrverandi knattspyrnukvenna en það er einmitt sá hópur sem hefur talið sig ekki vera með stað til að leggja sitt af mörkum. Það eru allir velkomnir í samtökin, óháð kyn, aldri og fleira. Ef þú styður markmið okkar þá ertu velkomin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um samtökin á heimasíðu samtakanna, knattspyrnukonur.is Besta deild kvenna Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Anna Þorsteinsdóttir var kosin forseti samtakanna. Anna segir að þær konur sem stofnuðu samtökin fyrst árið 1990 þurftu virkilega að berjast fyrir lífi sínu innan knattspyrnunnar. Þó það sé ekki staðan núna þá er margt sem mætti bæta. „Það virðist vera uppsöfnuð þreyta á því að hlutirnir eru ekki alveg þar sem þeir ættu að vera. Það er óskiljanlegt ójafnrétti á ákveðnum stöðum,“ sagði Anna í viðtali við Vísi. „Hjá aðildarfélögum má nefna að sums staðar er mikið ósamræmi milli aðbúnaðar hjá kvenna og karlaflokkum. Svo má nefna dómaramálin en það er mikill launamunur á því hvort þú sért að dæma karla- eða kvennaleik. Það er ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki.“ Anna bendir á að margt hafi batnað í jafnrétti kynjanna á síðustu áratugum en betur má ef duga skal og nú sé kominn tími til að horfa meira heildstætt á hlutina frekar en að margir einstaklingar séu að vinna í þessu upp á eigin spýtur. „Það vantar herslumuninn. Það er ofboðslega mikill vilji fyrir því að auka jafnrétti en það vantar bara samstöðuna um að gera þetta svona strategískt og markvisst. Það er tilgangur samtakanna, að sameina alla einstaklinga sem vilja auka jafnrétti í knattspyrnu. Það er öllum boðið í samtökin sem vilja vinna í þessu. Við erum að sameina okkur þannig við getum gert þetta meira svona heildstætt frekar en að allir séu í sínu horni að spá í þessu.“ „Það eru allir búnir að vera að tala um þetta í minni hópum, að pirra sig á hinum og þessum hlutum. Við byrjuðum með lítinn hóp að tala um þetta en svo þegar við fórum meira að ræða þessa hluti utan hópsins þá kom í ljós að við erum eiginlega öll á sama máli, að rétta skrefið sé að endurvekja samtökin.“ „Það er ekki það að við upplifum okkur í einhverri vörn núna heldur er þetta frekar tækifærið okkar. Það er meðbyr með jafnrétti í samfélaginu. Við finnum alveg að vilji er fyrir því að bæta úr þessu.“ Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu fyrir stofnfundinn á föstudeginum fengið hátt í 350 skráningar í samtökin. Anna hvetur alla sem hafa áhuga á því að skrá sig. „Við ákvöðum bara að opna samtökin. Við erum bara búinn að átta okkur á því, það hefur ekkert með kyn að gera hverjir vilja bæta hag samtakanna. Við höfðuðum fyrst til eldri fyrrverandi knattspyrnukvenna en það er einmitt sá hópur sem hefur talið sig ekki vera með stað til að leggja sitt af mörkum. Það eru allir velkomnir í samtökin, óháð kyn, aldri og fleira. Ef þú styður markmið okkar þá ertu velkomin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um samtökin á heimasíðu samtakanna, knattspyrnukonur.is
Besta deild kvenna Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira