Innlent

Þór Sigur­geirs­son leiðir lista Sjálf­stæðis­flokksins á Sel­tjarnar­nesi

Eiður Þór Árnason skrifar
Þór Sigurgeirsson gaf kost á sér í fyrsta sæti.
Þór Sigurgeirsson gaf kost á sér í fyrsta sæti. Aðsend

Þór Sigurgeirsson bar sigur úr býtum í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Í öðru sæti var Ragnhildur Jónsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson í því þriðja, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. 

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

  • 1. sæti með 311 atkvæði Þór Sigurgeirsson.
  • 2. sæti með 374 atkvæði í 1. til 2. sæti Ragnhildur Jónsdóttir 
  • 3. sæti með 392 atkvæði í 1. til 3. sæti Magnús Örn Guðmundsson 
  • 4. sæti með 402 atkvæði í 1. til 4. sæti Svana Helen Björnsdóttir 
  • 5. sæti með 464 atkvæði í 1. til 5. sæti Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir 
  • 6. sæti með 504 atkvæði í 1. til 6. sæti Hildigunnur Gunnarsdóttir 
  • 7. sæti með 581 atkvæði í 1. til 7. sæti Örn Viðar Skúlason.

Á kjörskrá voru 1.458, atkvæði greiddu 906, kjörsókn var 62,1%. Auðir og ógildir seðlar voru 18.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×