Búast við rússneskum netárásum á Ísland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. febrúar 2022 14:18 Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis. Aðsend Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. „Við hjá Syndis erum að vakta mikið af mikilvægum innviðum Íslands, og sú vöktun hefur verið sett á hæsta viðbúnaðarstig,“ segir Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis. Um er að ræða innviði fyrirtækja og stofnana, sem eru vaktaðir í rauntíma út frá hættunni á mögulegum netárásum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu og harðorðar yfirlýsingar Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í garð Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem Ísland er hluti af, hefur hættan á netárásum Rússa gagnvart ríkjum bandalagsins aukist. Stafrænt stríð hafið Rússneski herinn hefur yfir að ráða stórri deild sem sérhæfir sig alfarið í netárásum og öðru þeim tengdum, en Anton segir að Rússar eigi nú sjálfir fullt í fangi með að verjast slíkum árásum. Þær árásir komi þó ekki frá Úkraínu, né séu þær á vegum nokkurs NATO-ríkis. Hakkarasamtökin Anonymous, sem fjöldi hakkara víðs vegar um heiminn tilheyra, hafa lýst stafrænu stríði á hendur Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu og ráðist í netárásir á innviði Rússa, með töluverðum árangri. Anonymous has ongoing operations to keep .ru government websites offline, and to push information to the Russian people so they can be free of Putin's state censorship machine.We also have ongoing operations to keep the Ukrainian people online as best we can.— Anonymous (@YourAnonNews) February 26, 2022 „Það er búið að taka niður megnið af vefsíðum og netumhverfi ríkisstjórnar Rússlands. Síður Kreml, forsetaskrifstofunnar og slíkt, það er búið að taka það niður. Þeir réðust svo á Russia Today, sem er fréttamiðill sem Pútín notar mikið til að koma fréttaefni frá sínum vinkli út,“ segir Anton. Hann bætir við að ráðist hafi verið á vefi og kerfi rússneska varnarmálaráðuneytisins, og stela þaðan fjölda gagna. Hér er þó langt frá því um tæmandi talningu að ræða, en búið er að ráðast á netumhverfi fjölda stofnana í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, sem stutt hefur innrásina. Hakkarar allra landa sameinast „Það sem er kannski erfitt við að eiga er að Anonymous er alls staðar og hvergi, þetta er í raun málstaður eða samtök. Þannig að það má segja að hakkarar heimsins séu þarna að sameinast gegn Pútín. Það er erfitt að eigi við þetta þegar árásirnar koma frá öllum löndum heimsins og alls staðar að,“ segir Anton. Hann lýsir því þá að Anonymous hafi gefið það út að samtökin séu tilbúin að færa netstríðið á næsta stig. Til útskýringar nefnir Anton að almennt megi skipta hlutverki Syndis í tvo meginþætti. „Við erum með almenna innviði og fyrirtæki, og svo erum við með það sem við köllum critical innviði (kjarnainnviði), sem er jafn mikilvægt og kannski mikilvægara að vernda heldur en hitt, þegar kemur að raforku, vatnsdreifingu, samgöngum og slíku. Nú hafa Anonymous hótað að færa árásirnar á það stig og ráðast á kjarnainnviði í Rússlandi,“ segir Anton. Þar er ýmislegt undir, til að mynda orkuframleiðsla og dreifing, samgöngur og netsamband í landinu almennt. Rússar upp við vegg í netöryggismálum Anton segir að sókn Anonymous gegn Rússum valdi því að á meðan hún stendur verði erfitt fyrir netsveitir Rússahers að fremja áhrifaríkar árásir. „Það er erfitt að vera í sókn þegar þú ert að verjast.“ „Rússar reka stóra netherdeild sem hluta af sínum hernaði, en ef hennar verkefni fer allt í það að verjast, þá sækja þeir ekki á meðan.“ Á sama tíma sé stríðið að færast yfir á vígvöll internetsins, og útlit fyrir að árásir Anonymous kunni að bíta fastar og hraðar en þær víðtæku viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem vesturlönd hafa ráðist í gagnvart Rússum. „Þarna er bara farið í beinar aðgerðir sem bíta bæði hratt og fast. Tilgangurinn er síðan að einhverju leyti að snúa við áróðursvél Rússa, sem er sterk. Það sem Anonymous hefur verið að gera er að skipta út efni á rússneskum vefsíðum, með til dæmis viðtölum við Úkraínuforseta, sem þeir streyma á síðum ríkisstjórnar Rússlands.“ Anton bendir á að þetta sé afar áhrifaríkt, þar sem stórir fjölmiðlar í Rússlandi séu með einhverju móti tengdir rússneskum stjórnvöldum, og umfjöllun og efnistök því eftir því. Sem dæmi má nefna að rússneskir fjölmiðlar hafa flutt falsfréttir af því síðustu daga að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sé ýmist flúinn frá Kænugarði eða hann hafi hvatt hermenn sína til að leggja niður vopn og gefast upp fyrir Rússaher. Hvorugt er rétt. Árásir Rússa valdi usla og sýni styrk þeirra Anton segir að hingað til megi ekki merkja aukna tíðni tilrauna til netárása á íslenska innviði. Það megi meðal annars þakka Anonymous. „Á meðan þessar árásir standa þá eiga Rússar í fullu fangi með að verjast þeim,“ segir Anton. Hins vegar sé tímaspursmál hvenær Rússar ráðist í gagnárásir á þessum vettvangi. „Við búumst við því versta.“ „Við búumst fastlega við því að það verði gerðar árásir á Ísland. Lykilatriðið er bara að vera með rauntímavöktun á því, sem við erum með og það á við um alla innviði landsins.“ Sumir kynnu að gefa sér að ávinningur Rússa af netárásum á Ísland kunni að vera óljós, ef einhver er. Anton segir hins vegar að markmið Rússa með slíkri árás sé margþætt. „Það er að valda usla náttúrulega, það er eitt. Hitt er það að það er verið að setja þvinganir á Rússland. Það sem hakkarar eru að gera þegar þeir eru ekki í stríði, það er að afla sér peninga. Það að taka íslensk fyrirtæki í gagnagíslatöku gegn greiðslu á lausnargjaldi væri ekkert annað en tekjuöflun, þó svo það væri búið að loka á þá alls staðar annars staðar,“ segir Anton. Þá kunni netárásir á NATO-ríki einnig að vera til þess fallnar að sýna vald Rússa. „Að þeir geti valdið usla utan landsteinanna án þess að þurfa nokkurn tímann að hreyfa sig.“ Barist á landi, í lofti og á netinu Anton telur ekki úr vegi að heimsbyggðin horfi nú upp á nýjan veruleika þegar kemur að stríðsrekstri. „Menn hafa kannski eitthvað árhundruða viðmið í stríði sem háð er á landi og í lofti, en þarna er bara kominn nýr veruleiki og nýr heimur.“ „Að einhverju leyti verða næstu stríð háð á rafrænan hátt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Netöryggi NATO Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. „Við hjá Syndis erum að vakta mikið af mikilvægum innviðum Íslands, og sú vöktun hefur verið sett á hæsta viðbúnaðarstig,“ segir Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis. Um er að ræða innviði fyrirtækja og stofnana, sem eru vaktaðir í rauntíma út frá hættunni á mögulegum netárásum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu og harðorðar yfirlýsingar Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í garð Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem Ísland er hluti af, hefur hættan á netárásum Rússa gagnvart ríkjum bandalagsins aukist. Stafrænt stríð hafið Rússneski herinn hefur yfir að ráða stórri deild sem sérhæfir sig alfarið í netárásum og öðru þeim tengdum, en Anton segir að Rússar eigi nú sjálfir fullt í fangi með að verjast slíkum árásum. Þær árásir komi þó ekki frá Úkraínu, né séu þær á vegum nokkurs NATO-ríkis. Hakkarasamtökin Anonymous, sem fjöldi hakkara víðs vegar um heiminn tilheyra, hafa lýst stafrænu stríði á hendur Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu og ráðist í netárásir á innviði Rússa, með töluverðum árangri. Anonymous has ongoing operations to keep .ru government websites offline, and to push information to the Russian people so they can be free of Putin's state censorship machine.We also have ongoing operations to keep the Ukrainian people online as best we can.— Anonymous (@YourAnonNews) February 26, 2022 „Það er búið að taka niður megnið af vefsíðum og netumhverfi ríkisstjórnar Rússlands. Síður Kreml, forsetaskrifstofunnar og slíkt, það er búið að taka það niður. Þeir réðust svo á Russia Today, sem er fréttamiðill sem Pútín notar mikið til að koma fréttaefni frá sínum vinkli út,“ segir Anton. Hann bætir við að ráðist hafi verið á vefi og kerfi rússneska varnarmálaráðuneytisins, og stela þaðan fjölda gagna. Hér er þó langt frá því um tæmandi talningu að ræða, en búið er að ráðast á netumhverfi fjölda stofnana í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, sem stutt hefur innrásina. Hakkarar allra landa sameinast „Það sem er kannski erfitt við að eiga er að Anonymous er alls staðar og hvergi, þetta er í raun málstaður eða samtök. Þannig að það má segja að hakkarar heimsins séu þarna að sameinast gegn Pútín. Það er erfitt að eigi við þetta þegar árásirnar koma frá öllum löndum heimsins og alls staðar að,“ segir Anton. Hann lýsir því þá að Anonymous hafi gefið það út að samtökin séu tilbúin að færa netstríðið á næsta stig. Til útskýringar nefnir Anton að almennt megi skipta hlutverki Syndis í tvo meginþætti. „Við erum með almenna innviði og fyrirtæki, og svo erum við með það sem við köllum critical innviði (kjarnainnviði), sem er jafn mikilvægt og kannski mikilvægara að vernda heldur en hitt, þegar kemur að raforku, vatnsdreifingu, samgöngum og slíku. Nú hafa Anonymous hótað að færa árásirnar á það stig og ráðast á kjarnainnviði í Rússlandi,“ segir Anton. Þar er ýmislegt undir, til að mynda orkuframleiðsla og dreifing, samgöngur og netsamband í landinu almennt. Rússar upp við vegg í netöryggismálum Anton segir að sókn Anonymous gegn Rússum valdi því að á meðan hún stendur verði erfitt fyrir netsveitir Rússahers að fremja áhrifaríkar árásir. „Það er erfitt að vera í sókn þegar þú ert að verjast.“ „Rússar reka stóra netherdeild sem hluta af sínum hernaði, en ef hennar verkefni fer allt í það að verjast, þá sækja þeir ekki á meðan.“ Á sama tíma sé stríðið að færast yfir á vígvöll internetsins, og útlit fyrir að árásir Anonymous kunni að bíta fastar og hraðar en þær víðtæku viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem vesturlönd hafa ráðist í gagnvart Rússum. „Þarna er bara farið í beinar aðgerðir sem bíta bæði hratt og fast. Tilgangurinn er síðan að einhverju leyti að snúa við áróðursvél Rússa, sem er sterk. Það sem Anonymous hefur verið að gera er að skipta út efni á rússneskum vefsíðum, með til dæmis viðtölum við Úkraínuforseta, sem þeir streyma á síðum ríkisstjórnar Rússlands.“ Anton bendir á að þetta sé afar áhrifaríkt, þar sem stórir fjölmiðlar í Rússlandi séu með einhverju móti tengdir rússneskum stjórnvöldum, og umfjöllun og efnistök því eftir því. Sem dæmi má nefna að rússneskir fjölmiðlar hafa flutt falsfréttir af því síðustu daga að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sé ýmist flúinn frá Kænugarði eða hann hafi hvatt hermenn sína til að leggja niður vopn og gefast upp fyrir Rússaher. Hvorugt er rétt. Árásir Rússa valdi usla og sýni styrk þeirra Anton segir að hingað til megi ekki merkja aukna tíðni tilrauna til netárása á íslenska innviði. Það megi meðal annars þakka Anonymous. „Á meðan þessar árásir standa þá eiga Rússar í fullu fangi með að verjast þeim,“ segir Anton. Hins vegar sé tímaspursmál hvenær Rússar ráðist í gagnárásir á þessum vettvangi. „Við búumst við því versta.“ „Við búumst fastlega við því að það verði gerðar árásir á Ísland. Lykilatriðið er bara að vera með rauntímavöktun á því, sem við erum með og það á við um alla innviði landsins.“ Sumir kynnu að gefa sér að ávinningur Rússa af netárásum á Ísland kunni að vera óljós, ef einhver er. Anton segir hins vegar að markmið Rússa með slíkri árás sé margþætt. „Það er að valda usla náttúrulega, það er eitt. Hitt er það að það er verið að setja þvinganir á Rússland. Það sem hakkarar eru að gera þegar þeir eru ekki í stríði, það er að afla sér peninga. Það að taka íslensk fyrirtæki í gagnagíslatöku gegn greiðslu á lausnargjaldi væri ekkert annað en tekjuöflun, þó svo það væri búið að loka á þá alls staðar annars staðar,“ segir Anton. Þá kunni netárásir á NATO-ríki einnig að vera til þess fallnar að sýna vald Rússa. „Að þeir geti valdið usla utan landsteinanna án þess að þurfa nokkurn tímann að hreyfa sig.“ Barist á landi, í lofti og á netinu Anton telur ekki úr vegi að heimsbyggðin horfi nú upp á nýjan veruleika þegar kemur að stríðsrekstri. „Menn hafa kannski eitthvað árhundruða viðmið í stríði sem háð er á landi og í lofti, en þarna er bara kominn nýr veruleiki og nýr heimur.“ „Að einhverju leyti verða næstu stríð háð á rafrænan hátt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Netöryggi NATO Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira