Fótbolti

Fylkir rúllaði yfir Selfoss og nýju mennirnir á skotskónum hjá Leikni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kominn á blað í Lengjubikarnum.
Kominn á blað í Lengjubikarnum. vísir/getty

Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í kvöld.

Það var Lengjudeildarslagur í Árbænum þar sem Selfoss heimsótti Fylki. Þar höfðu heimamenn mikla yfirburði og unnu 4-0 sigur þar sem Frosti Brynjólfsson (2), Orri Sveinn Stefánsson og Ásgeir Eyþórsson voru á skotskónum.

Orri Sveinn fékk einnig að líta rauða spjaldið á 70.mínútu en þrátt fyrir það tókst Selfyssingum ekki að komast á blað.

Bestu deildar lið Leiknis fékk Lengjudeildarlið Kórdrengi í heimsókn og þar var mikið fjör.

Breiðhyltingar höfðu að lokum betur með fjórum mörkum gegn tveimur. Þórir Rafn Þórisson gerði mörk Kórdrengja en hjá Leikni stimpluðu nýju mennirnir; Maciej Makuszewski, Mikkel Jakobsen og Mikkel Dahl sig inn áður en Daníel Finns Matthíasson gulltryggði sigur Leiknis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.