Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir/Egill Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Þjóðaröryggisráð Íslands mun fara yfir stöðuna á fundi á eftir og segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Ísland muni taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem vestræn ríki munu grípa til vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. „Það liggur algjörlega fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær auðvitað voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja Evrópusambandsins sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar munu koma til harðari þvingunaraðgerðir og eins liggur það fyrir að það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,“ sagði Katrín. Reiknar með meiri umferð um varnarsvæðið Reiknar hún ekki með aukinni viðveru herliðs á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi, en líklegt sé þó að umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli muni aukast á næstunni vegna átakanna í Úkraínu. Aukafréttatími vegna innrásarinnar verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Stöð 2 Vísi og Bylgjunni klukkan 12. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrásina í Úkraínu. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna málsins er lýst yfir harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás mun óhjákvæmilega veldur. Afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur verið komið á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. „Já, það hefur verið gert. Hann var kallaður hingað í gær og kallaður aftur hingað í dag,“ sagði Katrín. Hún segir að það sé sorglegt að stríðsátök séu hafin í Evrópu. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki síst af óbreyttum borgurum. Við höfum áhyggjur að þessi stríðsátök geti magnast upp og valdið ómældum hörmungum og það er auðvitað bara sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum.“ Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Þjóðaröryggisráð Íslands mun fara yfir stöðuna á fundi á eftir og segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Ísland muni taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem vestræn ríki munu grípa til vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. „Það liggur algjörlega fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær auðvitað voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja Evrópusambandsins sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar munu koma til harðari þvingunaraðgerðir og eins liggur það fyrir að það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,“ sagði Katrín. Reiknar með meiri umferð um varnarsvæðið Reiknar hún ekki með aukinni viðveru herliðs á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi, en líklegt sé þó að umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli muni aukast á næstunni vegna átakanna í Úkraínu. Aukafréttatími vegna innrásarinnar verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Stöð 2 Vísi og Bylgjunni klukkan 12. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrásina í Úkraínu. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna málsins er lýst yfir harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás mun óhjákvæmilega veldur. Afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur verið komið á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. „Já, það hefur verið gert. Hann var kallaður hingað í gær og kallaður aftur hingað í dag,“ sagði Katrín. Hún segir að það sé sorglegt að stríðsátök séu hafin í Evrópu. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki síst af óbreyttum borgurum. Við höfum áhyggjur að þessi stríðsátök geti magnast upp og valdið ómældum hörmungum og það er auðvitað bara sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum.“
Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55