„Jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 10:31 Megan Rapinoe fagnar sigri bandaríska landsliðsins á HM 2019. AP/Seth Wenig Bandaríska kvennalandsliðið vann risastóran sigur í gær þegar þær höfðu það loksins í gegn að fá jafnmikið borgað frá knattspyrnusambandinu og karlalandslið Bandaríkjanna fær. Baráttan hefur staðið í yfir sex ár og fyrir dómstólum undanfarin misseri. Lokin urðu þó að bandaríska knattspyrnusambandið náði samkomulagi við knattspyrnukonur utan réttarsalsins. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Sáttagerð landsliðskvennanna og bandaríska sambandsins hljómar upp á 24 milljóna dala greiðslu til knattspyrnukvennanna. Greiðslan er hugsuð sem bónusgreiðslur fyrir fyrri afrek liðsins en það er á eftir að skipta þeim niður á leikmenn liðsins á undanförnum árum. Í samkomulaginu er það einnig fest á blaði að leikmenn karla- og kvennalandsliðsins fái sömu árangurstengdu greiðslur en konurnar standa körlunum miklu framar en hafa fengið mun lægri bónusa. Megan Rapinoe hefur verið í fararbroddi í baráttu landsliðskvennanna og var ein af þeim sem fór með sambandið fyrir dóm. Hún fagnaði þessari niðurstöðu með einfaldri færslu á samfélagsmiðlum sem hljómaði þannig: Þegar við vinnum þá vinna allir. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Megan ræddi líka við Sky Sports um niðurstöðuna og þar fór ekki á milli mála hversu stór sigur þetta var fyrir fótboltakonur í Bandaríkjunum. „Það er stórvirki að vinna heimsmeistaratitilinn sérstaklega eins og við gerðum það á sama tíma og við stóðum í þessari baráttu utan vallar,“ sagði Megan Rapinoe við Sky Sports. Hún var besti leikmaður HM og markadrottning á sama tíma og hún var andslit liðsins í baráttunni utan vallar. „Mér finnst þetta hafa verið alveg eins mikið þrekvirki og jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn á svo marga hátt. Ég er spennt fyrir að halda inn í framtíðina,“ sagði Megan. Hún er samt búin að missa sæti sitt í bandaríska landsliðinu og verður því ekki með á móti Íslandi í nótt. "I'm excited about moving forward."USA Captain Megan Rapinoe says it means more than winning the World Cup after the US Women National Team players have ended a six-year legal battle with their federation over equal pay pic.twitter.com/93d3gTu8Eg— Sky Sports (@SkySports) February 23, 2022 Bandaríkin Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Baráttan hefur staðið í yfir sex ár og fyrir dómstólum undanfarin misseri. Lokin urðu þó að bandaríska knattspyrnusambandið náði samkomulagi við knattspyrnukonur utan réttarsalsins. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Sáttagerð landsliðskvennanna og bandaríska sambandsins hljómar upp á 24 milljóna dala greiðslu til knattspyrnukvennanna. Greiðslan er hugsuð sem bónusgreiðslur fyrir fyrri afrek liðsins en það er á eftir að skipta þeim niður á leikmenn liðsins á undanförnum árum. Í samkomulaginu er það einnig fest á blaði að leikmenn karla- og kvennalandsliðsins fái sömu árangurstengdu greiðslur en konurnar standa körlunum miklu framar en hafa fengið mun lægri bónusa. Megan Rapinoe hefur verið í fararbroddi í baráttu landsliðskvennanna og var ein af þeim sem fór með sambandið fyrir dóm. Hún fagnaði þessari niðurstöðu með einfaldri færslu á samfélagsmiðlum sem hljómaði þannig: Þegar við vinnum þá vinna allir. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Megan ræddi líka við Sky Sports um niðurstöðuna og þar fór ekki á milli mála hversu stór sigur þetta var fyrir fótboltakonur í Bandaríkjunum. „Það er stórvirki að vinna heimsmeistaratitilinn sérstaklega eins og við gerðum það á sama tíma og við stóðum í þessari baráttu utan vallar,“ sagði Megan Rapinoe við Sky Sports. Hún var besti leikmaður HM og markadrottning á sama tíma og hún var andslit liðsins í baráttunni utan vallar. „Mér finnst þetta hafa verið alveg eins mikið þrekvirki og jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn á svo marga hátt. Ég er spennt fyrir að halda inn í framtíðina,“ sagði Megan. Hún er samt búin að missa sæti sitt í bandaríska landsliðinu og verður því ekki með á móti Íslandi í nótt. "I'm excited about moving forward."USA Captain Megan Rapinoe says it means more than winning the World Cup after the US Women National Team players have ended a six-year legal battle with their federation over equal pay pic.twitter.com/93d3gTu8Eg— Sky Sports (@SkySports) February 23, 2022
Bandaríkin Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira